Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur og félagar urðu í 3. sæti í Georgía

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar hennar í Eastern Kentucky University (EKU) í bandaríska háskólagolfinu náðu þeim glæsilega árangri að landa  3. sætinu í Idle Hour Collegiate mótinu.

Mótið fór fram dagana 5.-6. nóvember sl. í Macon, Georgiu.

Þátttakendur voru 74 frá 13 háskólum.

Ragnhildur varð T-27 í einstaklingskeppninni á skori upp á 14 yfir pari, 230 höggum (76 74 80).

Til þess að sjá lokastöðuna í Idle Hour Collegiate SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót EKU er 16.-17. febrúar 2019 í Greensboro, GA.