Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2023 | 22:22

PGA: Scheffler sigraði á Players!

Það var Scottie Scheffler, sem sigraði á The Players 2023!!! Sigurinn var sannfærandi, en hann lék á 17  undir pari, 271 höggum (68 69 65 69) og átti heil 5 högg á næsta mann! Í 2. sæti varð Tyrrell Hatton á samtals 12 undir pari, 276 höggum (72 71 68 65). Þriðja sætinu deildu síðan norski frændi okkar Victor Hovland og bandaríski kylfingurinn Tom Hoge, báðir á samtals 10 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á The Players með þvi að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2023 | 21:00

PGA: Smalley með ás á 17. á Sawgrass á lokahring Players 2023

Það var Alex Smalley, sem átti fyrsta ásinn á lokahring The Players í dag,  á eyjaflötinni frægu á 17. braut TPC Sawgrass, allt frá því að Fred Couples fór holu í höggi á 17. á lokahring The Players, árið 1997. Í ár fer The Players fram 9.-12. mars 2023. Á lokahringnum nú mælist 17. braut 133 yarda (u.þ.b. 121,6 metra). Þetta er 3. ásinn á The Players í ár á 17. braut, en Smalley er nú í hópi með Hayden Buckley (sem fékk ás á 17. á 1. hring) og Aaron Rai (sem fékk ás á 17. á 3. hring) í 2023 Players mótinu. Jafnframt er þetta 13. ásinn í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Axel Fannar Elvarsson – 12. mars 2023

Það er Axel Fannar Elvarsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Axel Fannar á afmæli 12. mars 1998 og á því 25 ára stórafmæli í dag!!! Axel býr á Akranesi og er í Golfklúbbnum Leyni. Komast má á facebooksíðu Axel Fannars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Axel Fannar Elvarsson, GL. Mynd: Golf 1 Axel Fannar Elvarsson – Innilega til hamingju með 25 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Wallace William „Wally“ Ulrich, f. 12. mars 1921 – d. 7. apríl 1995; Nubohito Sato, 12. mars 1970 (53 ára); W-7 módelið Minea Blomqvist, 12. mars 1985 (38 ára); Sharmila Nicolette, 12. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2023 | 13:30

PGA: Scottie Scheffler leiðir f. lokahring „The Players“

Það er bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler, sem tekið hefir forystuna á „The Players“ mótinu á TPC Sawgrass. Í ár fer mótið fram dagana 9.-12. mars 2023. Scheffler er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (68 69 65). Hann á 2 högg á Min Woo Lee, sem er í 2. sæti  á samtals 12 undir pari. Í 3. sæti er síðan Cam Davis á samtals 10 undir pari. Sjá má stöðuna fyrir lokahringinn á The Players með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2023 | 21:00

Þórdís og Ragnheiður gengu sáttar frá borði á Spáni!!!

Þær Þórdís Geirsdóttir, GK og Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG, tóku þátt í Alþjóðlega spænska mótinu í tvímenningi (International de España Dobles Senior Femenino 2023). Mótið fór fram á La Sella golfvellinum, sem er mörgum Íslendingnum að góðu kunnur. Mótsdagar voru 7.-11. mars 2023. Fyrri tvo dagana (7.-8. mars) var tvímenningurinn, sem Þórdís og Ragnheiður kepptu í. Í tvímenningnum var fyrst spilaður betri bolti og þann seinni foursome. Um fyrri daginn sagði Þórdís á facebook síðu sinni: „Flottur fyrri dagurinn hjá okkur í brjáluðu roki 💪 77 högg í dag eða 5 yfir pari 🥰 erum virkilega sáttar með okkur .“ Um seinni daginn sagði Þórdís síðan: „Þá er mótinu okkar lokið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2023 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (10/2023)

Einn gamall á ensku: Greens OK?: A guy on vacation finishes his round, goes into the clubhouse. The head pro says, “did you have a good time out there?” The man replied “fabulous, thank you.” “You’re welcome,” said the pro. “How did you find the greens?” Said the man: “Easy. I just walked to the end of the fairways and there they were! 🙂

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jón Andri Finnsson – 11. mars 2023

Það er Jón Andri Finnsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Jón Andri er fæddur 11. mars 1973 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Jón Andri er í Golfklúbbi Reykjavíkur, er þar einn félaga í Elítunni, lokaðs hóps lágforgjafarkylfinga. Jón Andri er kvæntur Ragnhildi Sigurðardóttur, og á tvær dætur. Komast má á facebooksíðu Jóns Andra til þess að óska honum til hamingu með stórafmælið hér að neðan: Jón Andri Finnsson F. 11. mars 1973 (50 ára afmæli!!! – Til hamingju!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Signý Pálsdóttir, 11. mars 1950 (73 ára); Jóhannes Guðnason, 11. mars 1957 (66 ára); Sigurjón Guðmundsson, 11. mars 1957 (66 ára); Andrew Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2023 | 15:00

LET: Buhai sigraði í Investec mótinu í S-Afríku

Það var heimakonan Ashleigh Buhai, frá S-Afríku, sem sigraði á Investec mótinu, sem var mót vikunnar á LET. Mótið fór fram dagana 8.-11. mars 2023 í Steenburg golfklúbbnum í S-Afríku. Sigurskor Buhai var 22 undir pari, 266 högg (64 65 69 68). Hún átti heil 4 högg á þá sem varð í 2. sæti þ.e. hina spænsku Önu Pelaez Trivino, sem lék á 18 undir pari (69 67 66 68). Ashleigh Buhai er fædd 11. maí 1989 og er 33 ára. Hún gerðist atvinnumaður í golf 2007 og hefir á ferli sínum sigrað 20 sinnum. Hún hefir sigrað 1 sinni á LPGA en það var á AIG Opna breska risamótinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2023 | 22:00

Evróputúrinn: Munaði 1 höggi hjá Guðmundi Ágúst í Kenía!

Það er meira spælandi en í orð er færandi, en Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, komst ekki í gegnum niðurskurð á Magical Kenya Open Presented by Absa mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröð karla. Mótið fer fram í Muthaiga GC, í Nairobi, Keníu, dagana 9.-12. mars 2023. Guðmundur lék 2. hring, í dag, á 71 höggi og var því samtals á sléttu pari. Niðurskurður miðaðist við 1 undir pari og munaði því aðeins 1 höggi að Guðmundur Ágúst kæmist í gegnum niðurskurð!!! Það er spænski kylfingurinn Nacho Elvira, sem leiðir í hálfleik á samtals 10 undir pari. Sjá má stöðuna eftir 2. dag á Magical Kenya Open með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Inga Magnúsdóttir – 10. mars 2023

Það er margfaldur Íslandsmeistari og klúbbmeistari GA, Inga Magnúsdóttir, sem á 84 ára afmæli í dag, en hún er fædd 10. mars 1939. Inga er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, fyrrverandi formaður hans og fyrsta konan til að gegna þeirri stöðu! Hún er móðir Magnúsar Birgissonar, golfkennara og stórkylfinganna Sólveigar og Laufeyjar. Inga Magnúsdóttir, GK, er t.a.m. tvöfaldur Íslandsmeistari í flokki 65+ árið 2014, í höggleik með og án forgjafar. Komast má á facebook síðu Ingu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Elsku Inga Magnúsdóttir – innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ágúst Ólafur Ágústsson, 10. Lesa meira