Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2023 | 21:00

PGA: Smalley með ás á 17. á Sawgrass á lokahring Players 2023

Það var Alex Smalley, sem átti fyrsta ásinn á lokahring The Players í dag,  á eyjaflötinni frægu á 17. braut TPC Sawgrass, allt frá því að Fred Couples fór holu í höggi á 17. á lokahring The Players, árið 1997.

Í ár fer The Players fram 9.-12. mars 2023.

Á lokahringnum nú mælist 17. braut 133 yarda (u.þ.b. 121,6 metra).

Þetta er 3. ásinn á The Players í ár á 17. braut, en Smalley er nú í hópi með Hayden Buckley (sem fékk ás á 17. á 1. hring) og Aaron Rai (sem fékk ás á 17. á 3. hring) í 2023 Players mótinu. Jafnframt er þetta 13. ásinn í sögu The Players á 17. braut og í fyrsta sinn sem fleiri en 1 ás hafa náðst á 17. braut, í einu og sama Players mótinu.

Smalley fæddist í Rochester, New York, 21. október 1996 og er því 26 ára. Hann var í bandaríska háskólagolfinu og lék með liði Duke. Smalley gerðist atvinnumaður í golfi 2019 og komst á PGA Tour fyrir 2 árum í gegnum Korn Ferry Tour Finals 2021. Þetta er 2. árið hans á PGA Tour. Hann varð nr. 71 á  2022 FedExCup á nýliðaári sínu og hann var nr. 47 á „2023 long points race“ og komst þannig á The Players.

Smalley komst í gegnum niðurskurð með skor upp á 71-75 í Players og spilaði síðan í gær á 69 höggum, en lék lokahringinn þrátt fyrir ásinn á 74 höggum og lauk því keppni á The Players á  1 yfir pari.

Sjá má hinn glæsilega  ás Smalley á 17. á TPC Sawgrass með því að SMELLA HÉR: