Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2023 | 21:00

Þórdís og Ragnheiður gengu sáttar frá borði á Spáni!!!

Þær Þórdís Geirsdóttir, GK og Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG, tóku þátt í Alþjóðlega spænska mótinu í tvímenningi (International de España Dobles Senior Femenino 2023).

Mótið fór fram á La Sella golfvellinum, sem er mörgum Íslendingnum að góðu kunnur. Mótsdagar voru 7.-11. mars 2023. Fyrri tvo dagana (7.-8. mars) var tvímenningurinn, sem Þórdís og Ragnheiður kepptu í.

Í tvímenningnum var fyrst spilaður betri bolti og þann seinni foursome.

Um fyrri daginn sagði Þórdís á facebook síðu sinni:

Flottur fyrri dagurinn hjá okkur í brjáluðu roki 💪 77 högg í dag eða 5 yfir pari 🥰 erum virkilega sáttar með okkur .“

Um seinni daginn sagði Þórdís síðan:

Þá er mótinu okkar lokið og 20.sæti af 46 er niðurstaðan⛳️ Í dag var mikið rok og grínin á seinni 9 fóru illa með okkur en samt sem áður ágætis skor 😘 Við göngum sáttar frá borði.“

Þann 9.-11. mars fór síðan fram höggleikskeppni, sem aðeins Þórdís tók þátt í. Sáralitlu, 2 höggum, munaði að hún næði niðurskurði.

Sjá má lokastöðuna á La Sella með því að SMELLA HÉR: 

Flottar báðar tvær, Þórdís og Ragnheiður á Spáni!