Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2023 | 13:30

PGA: Scottie Scheffler leiðir f. lokahring „The Players“

Það er bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler, sem tekið hefir forystuna á „The Players“ mótinu á TPC Sawgrass.

Í ár fer mótið fram dagana 9.-12. mars 2023.

Scheffler er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (68 69 65).

Hann á 2 högg á Min Woo Lee, sem er í 2. sæti  á samtals 12 undir pari. Í 3. sæti er síðan Cam Davis á samtals 10 undir pari.

Sjá má stöðuna fyrir lokahringinn á The Players með því að SMELLA HÉR: