Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2023 | 22:00

Evróputúrinn: Munaði 1 höggi hjá Guðmundi Ágúst í Kenía!

Það er meira spælandi en í orð er færandi, en Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, komst ekki í gegnum niðurskurð á Magical Kenya Open Presented by Absa mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröð karla.

Mótið fer fram í Muthaiga GC, í Nairobi, Keníu, dagana 9.-12. mars 2023.

Guðmundur lék 2. hring, í dag, á 71 höggi og var því samtals á sléttu pari.

Niðurskurður miðaðist við 1 undir pari og munaði því aðeins 1 höggi að Guðmundur Ágúst kæmist í gegnum niðurskurð!!!

Það er spænski kylfingurinn Nacho Elvira, sem leiðir í hálfleik á samtals 10 undir pari.

Sjá má stöðuna eftir 2. dag á Magical Kenya Open með því að SMELLA HÉR: