Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst á parinu e. 1. dag í Kenía!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson er meðal keppenda á Magical Kenya Open Presented by Absa mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröð karla. Mótið fer fram í Muthaiga GC, í Nairobi, Keníu, dagana 9.-12. mars 2023. Guðmundur lék 1. hring, í dag, á 71 höggi. Hann fékk 2 fugla og 2 skolla og er í hóp 25 kylfinga, sem allir komu í hús á sléttu pari. Golf 1 heldur áfram að fylgjast náið með frammistöðu Guðmundar Ágústs á bestu mótaröð karlkylfinga í Evrópu …. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Magical Kenya Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Örvar Þór Guðmundsson – 9. mars 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Örvar Þór Guðmundsson. Örvar er fæddur 9. mars 1977 og á því 46 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Örvars til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Övar Þór Guðmundsson – 46 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Leslie Melville Balfour-Melville, (skoskur) f. 9. mars 1854 – d. 17. júlí 1937; Stuart Grosvenor Stickney , f. 9. mars 1877 – d. 24. september 1932); Marlene Streit, 9. mars 1934 (89 ára); Magnus Bjorn Magnusson, 9. mars 1960 (63 ára); Sigursteinn Brynjólfsson, 9. mars 1972 (51 árs); Raul Rosas Gamboa, Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Eggert, Erla, Jónmundur, Sunna og Tómas – 8. mars 2023
Afmæliskylfingar dagsins að þessu sinni eru fimm: Eggert Bjarnason, Erla Þorsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sunna Reynisdóttir og Tómas Þráinsson. Eggert er fæddur 8. mars 1978 og á því 45 ára afmæli í dag. Hann er kvæntur Ernu Björg og er frá Húsavík. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið Eggert Bjarnason (Eggert Bjarnason – 45 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Erla er fædd 8. mars 1978. Erla útskrifaðist frá PGA Íslandi 2011 og var sama ár ráðin íþróttastjóri GS. Þar áður kenndi Erla golf í MP Akademíunni í Oddinum með Magnúsi Birgissyni og Phill Hunter. (Erla Þorsteinsdóttir – 45 ára Lesa meira
LET: Lily May Humphreys sigraði á Joburg Ladies Open
Það var Lily May Humphreys frá Englandi, sem sigraði á Joburg Ladies Open. Mótið fór fram í Modderfontein golfklúbbnum, nálægt Jóhannesarborg í S-Afríku, dagana 1.-4. mars 2023. Sigurskor Humphreys var 12 undir pari, 280 högg (70 70 73 67). Humphreys er fædd 14. mars 2002 og því 20 ára. Þetta er fyrsti sigur hennar á LET. Öðru sætinu deildu þær Moe Folke frá Svíþjóð og Ana Pelaez Trivino frá Spáni. Báðar voru þær 2 höggum á eftir Humphries. Í þriðja sæti á samtals 9 undir pari voru 3 kvenkylfingar: Nicole Broch Estrup frá Danmörku, Klara Spilkova frá Tékklandi og heimakonan Kiera Floyd. Sjá má lokastöðuna á Joburg Ladies Open með því Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Elín Soffía Harðardóttir – 7. mars 2023
Það Elín Soffía Harðardóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún er fædd 7. mars 1958 og á því mafmæli í dag!!! Elín er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Elínu til hamingju með afmælið hér að neðan Elín Soffía Harðardóttir, GK – Innilega til hamingju með afmælið!!! 🙂 Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Homero Blancas, 7. mars 1938 (85 ára merkisafmæli!!!); Tom Lehman, 7. mars 1959 (64 ára); Vilhjálmur Steinar Einarsson, GSG, 7. mars 1961 (62 ára); Alfreð G Maríusson; 7. mars 1962 (61 árs); Jasper Parnevik, 7. mars 1965 (58 ára); Þorbjörn Guðjónsson, GR, 7. mars 1965 (58 Lesa meira
PGA: Nico Echevarria sigraði á Puerto Rico Open
Það var Nico Echevarria, frá Kólombíu, sem sigraði á Puerto Rico Open. Mótið fór fram í Grande Reserve golfklúbbnum á Puerto Rico, dagana 2.-5. mars samhliða Arnold Palmer Inv. Sigurskor Echevarria var 21 undir pari, 267 högg (67 67 65 68). Hann er fæddur 4. ágúst 1994 í Medelín, Kólombíu og því 28 ára. Þetta er fyrsti sigur Echevarria á PGA Tour, en fyrir á hann í beltinu tvo sigra á PGA Latinoamérica mótaröðinni. Í 2. sæti, 2 höggum á eftir var Akshay Bhatia, en sjá má nýlega kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna á Puerto Rico Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ben Crane ————- 6. mars 2023
Afmæliskylfingur dagsins Benjamin McCully Crane, betur þekktur sem Golf Boys-inn og grínistinn Ben Crane. Ben Crane er fæddur 6. mars 1976 og á því 47 ára afmæli í dag!!! Ben ásamt Rickie Fowler, sleggjunni Bubba Watson og Hunter Mahan, mynda hljómsveitina Golf Boys. Sjá má myndskeiðið sem þeir félagar í Golf Boys með afmæliskylfingnum Ben Crane í fararbroddi gerðu vinsælt fyrir 5 árum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Richard H. Sikes, 6 mars 1940 (83 ára); Kristín Dagný Magnúsdóttir, GR, 6. mars 1949 (74 ára); Ari Kristinn Jónsson, 6. mars 1949 (74 ára); Alison Nicholas, fyrirliði sigurliðs Evrópu í Solheim Cup Lesa meira
PGA: Kitayama sigraði á Arnold Palmer boðsmótinu
Það var hinn bandaríski Kurt Kitayama, sem sigraði á Arnold Palmer Invitational, presented by Mastercard. Mótið fór venju skv. fram 2.-5. mars 2023, á Bay Hill, sem mörgum íslenskum kylfingum er að góðu kunnugt. Sigurskor Kitayama var 9 undir pari, 279 högg (67 68 72 72). Hann átti 1 högg á Rory McIlroy og Harris English, sem báðir voru á 8 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á Arnold Palmer Inv með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Hulda Clara ——— 5. mars 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Hulda Clara Gestsdóttir. Hulda Clara er fædd 5. mars 2002 og er því 21 árs í dag. Hulda Clara er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hún er m.a. stigameistari GSÍ í stelpuflokki 2016. Sjá má frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: Árið 2017, sigraði Hulda Clara á 1. og 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar; eins spilaði hún á Eimskipsmóta-röðinni. Hulda Clara tók þar að auki þátt í EM yngri kylfinga og er í yngri landsliðshóp 2018 völdum af Jussi Pitkanen. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Hulda Clara Gestsdóttir – f. 5. mars Lesa meira
NGL: Glæsilegur árangur hjá Haraldi Franklín Magnús!!!
Haraldur Franklín Magnús var sá eini af fimm íslenskum kylfingum, sem komst í gegnum niðurskurð á Camiral Golf & Wellness Championship, en mótið er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni (skammst.: NGL). Mótið stóð dagana 2.-4. mars 2023 og fór fram á tveimur völlum á PGA Catalunya golfsvæðinu rétt við borgina Girona, á Spáni: Stadium Course, sem er par 72 og Tour Course, sem er par 71. Haraldur lék á samtals 7 undir pari, 208 höggum (68 72 68). Hann varð T-4 þ.e. deildi 4. sætinu með tveimur öðrum kylfingum, Svíanum Charlie Lindh og Þjóðverjanum Phillip Katich. Stórglæsilegt hjá Haraldi!!! Sjá má lokastöðuna á Camiral Golf & Wellness meistaramótinu með því Lesa meira










