Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2023 | 15:00

LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore

Það var hin franska Pauline Roussin-Bouchard, sem sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore. Mótið, sem er hluti af LET, fór fram á Laguna National í Singapore, dagana 16.-18. mars 2023. Roussin lék á samtals 15 undir pari, 201 höggi (68 69 64). Þetta er 2. sigur Roussin á LET, en fyrri sigur hennar kom skömmu eftir að hún gerðist atvinnumaður í golfi,  á Skaftö Open, 29. ágúst 2021.  Pauline Roussin-Bourchard er fædd 5. júlí 2000 og því 22 ára. Roussin var í bandaríska háskólagolfinu og lék með liði University of South Carolina. Eftir útskrift árið 2021 gerðist hún eins og segir atvinnumaður í golfi. Roussin-Bouchard hefir einnig spilarétt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Tumi Hrafn Arinbjarnarson Kúld. Hann er fæddur 17. mars 1997 og fagnar því 26 ára afmæli í dag. Tumi er í Golfklúbbi Akureyrar (GA) en spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði WCU. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Elsku Tumi – Innilega til hamingju með 26 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Bobby Jones, f. 17. mars 1902 – d. 18. desember 1971; Sigríður Th. Matthíessen, GR 17. mars 1946 (77 ára); Agnes Siurþórsdóttir, 17. mars 1951 (72 ára – Hún varð m.a. meistari GE í kvennaflokki 1980-1984 og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir. Vincent Tshabalala var fæddur 16. mars 1943 og lést 3. júní 2017. Hann hefði fagnað 80 ára merkisafmæli í dag. Hann var stimplaður „litaður“ undir kynþáttaaðskilnaðarstefnu Apartheid í Suður-Afríku og fékk því ekki að spila á Sólskinstúrnum í Suður-Afríku, á sínum bestu árum. Hefði hann fengið að taka þátt í golfmótum hvítra, hefði hann eflaust orðið jafnstór í golfinu og Tiger Woods! Hann fékk þó að spila í Evrópu á Evróputúrnum og reis til frægðar eftir sigur á Opna franska 1976 á þeirri mótaröð. En svona getur þröngsýni, einelti og hatur eyðilagt það sem hefir kraftinn í sér að verða mikilfenglegt! Guðný Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2023 | 18:00

Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open

Það var spænski kylfingurinn Jorge Campillo, sem sigraði á Magical Kenya Open. Hann lék á samtals 18 undir pari, 266 höggum (69 68 63 66). Jorge Campillo er fæddur 1. júní 1986 og því 36 ára. Þetta er 3. sigur hans á Evróputúrnum, en síðast sigraði hann 2020 á Commercial Bank Qatar Masters. Campillo átti 2 högg á japanska kylfinginn Masahiro Kawamura, sem varð í 2. sæti á samtals 16 undir pari. Þriðja sætinu deildi síðan annað spænsk/japanskt kombó þ.e. Santiago Tarrio frá Spáni og Ryo Hisatsune frá Japan, báðir á samtals 15 undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, tók þátt í mótinu og munaði aðeins 1 höggi að hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Arnarson –—- 15. mars 2023

Það er Hrafn Arnarson , sem er afmæliskylfingur dagsins. Hrafn er fæddur 15. mars 1953 og á því 70 ára merkisafmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Hrafn Arnarson – Innilega til hamingju með 70 ára merkisafmælið!!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Þorvaldur Ásgeirsson, golfkennari 15. mars 1917-10. október 1988 (hefði orðið 106 ára í dag); Gerður Guðrúnar, 15. mars 1955 (68 ára); Tsuyoshi Yoneyama, 15. mars 1965 (58 ára); Arna Schram, f. 15. mars 1968 – d. 11. janúar 2022 – Hefði orðið 55 ára í dag); Helgi Jóhannes Jónsson, 15. mars Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2023 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Gott gengi Sverris á vorönn ´23 m/ Appalachian!!!!

Sverrir Haraldsson, GM, spilar í bandaríska háskólagolfinu með liði Appalachian State. Hann er búinn að spila í 2 mótum það sem af er vorönn. Þann 25.-26. febrúar s.l. tók Sverrir þátt í Wolfpack Invitational, sem fram fór á Loonie Pool golfvellinum í Raleigh, Norður-Karólínu. Honum er mikið hrósað fyrir frammistöðu sína þar, á vefsíðu Appalachian, en hann var bestur í liðinu í mótinu; sjá með því að SMELLA HÉR:  Sjá má úrslit úr Wolfpack Invitational 2023 með því að SMELLA HÉR:  ______ Síðan tók Sverrir þátt í The Bash at the Beach 13.-14. mars 2023, móti sem lauk í dag. Mótið fór fram í Surf Golf and Beach Club á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Toher ——–– 14. mars 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Anna Toher og Garðar Snorri Guðmundsson. Anna Toher er fædd 14. mars 1960 og á því 63 ára afmæli í dag. Anna er frábær spilafélagi og hún er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Komast má á facebook síðu Önnu til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Anna Toher – Innilega til hamingju með 63 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert (Bob) Charles, 14. mars 1936 (87 ára); Helga Vala Helgadóttir, 14. mars 1972 (51 árs); Garðar Snorri Guðmundsson, 14. mars 1980 (43 ára); Vikki Laing, 14. mars 1981 (42 ára – skosk á LET); Claire Louise Aitken, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2023 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Dagbjartur lauk keppni í Colleton River Collegiate

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, tók þátt í fyrsta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu, á vorönn 6.- 7. mars sl. Mótið sem um ræðir var Colleton River Collegiate og spilaði Dagbjartur í því sem einstaklingur. Mótið fór fram á Nicklaus velli Colleton River golfklúbbsins, í Bluffton, S-Karólínu. Dagbjartur lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum (70 76 74) og varð í 58. sæti í einstaklingskeppninni af 72 þátttakendum. Sjá má lokastöðuna á Colleton River Collegiate með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Missouri háskólaliðs Dagbjarts er 26.-28. mars 2023 og ber heitið Hootie at Bulls Bay og fer fram í Awendaw, S-Karólínu.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Andy Bean ———– 13. mars 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Andy Bean. Andy Bean er fæddur 13. mars 1953 og fagnar því 70 ára merkisafmæli í dag. Bean gerðist atvinnumaður í golfi 1975 og sigraði 18 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 11 sinnum á PGA Tour, 3 sinnum á Champions Tour og tvívegis á japanska PGA, auk þess átti hann tvo aðra atvinnumanns sigra í beltinu; Besti árangur Bean á risamóti var 2. sætið á PGA Championship 1980 og T2 árangur í sama móti 1989, sem og T2 árangur á Opna breska 1983. Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru: Andy Bean, 13. mars 1953 (70 ára MERKISAFMÆLI!!!); Benedikt Jónasson, GK, 13. mars 1957 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2023 | 08:40

Fyrrum kærasta Tiger – Erica Herman – höfðar mál g. Tiger

Fyrir þá sem ekki vissu það þá er Tiger hættur með kærustu sinni til 6 ára: Ericu Herman. Þau hafa verið par frá árinu 2017. Í fyrstu var litið á hana sem „gullgrafara“ en hún vann sem rekstrarstjóri í einum veitingastaða Tiger. Með tímanum var hins vegar tekið eftir hversu miklum breytingum til hins betra Erica hefði tekið, sem og að henni virtist koma vel saman við börn Tigers, Sam og Charlie. Erica er fædd 15. febrúar 1984 og því 39 ára. Þau eiga engin börn saman en Tiger á fyrrgreind 2 börn frá hjúskap sínum með hinni sænsku Elínu Nordegren. Sagt er að Tiger hafi hætt með Ericu í október Lesa meira