Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2023 | 15:00

LET: Buhai sigraði í Investec mótinu í S-Afríku

Það var heimakonan Ashleigh Buhai, frá S-Afríku, sem sigraði á Investec mótinu, sem var mót vikunnar á LET.

Mótið fór fram dagana 8.-11. mars 2023 í Steenburg golfklúbbnum í S-Afríku.

Sigurskor Buhai var 22 undir pari, 266 högg (64 65 69 68).

Hún átti heil 4 högg á þá sem varð í 2. sæti þ.e. hina spænsku Önu Pelaez Trivino, sem lék á 18 undir pari (69 67 66 68).

Ashleigh Buhai er fædd 11. maí 1989 og er 33 ára. Hún gerðist atvinnumaður í golf 2007 og hefir á ferli sínum sigrað 20 sinnum.

Hún hefir sigrað 1 sinni á LPGA en það var á AIG Opna breska risamótinu í fyrra (2022) en sigurinn taldist bæði sigur á LPGA og LET.  Þessi sigur hennar á Investec mótinu í dag er því 5. sigur hennar á LET. Eins hefir Buhai sigrað 11 sinnum á Sólskinstúr kvenna í S-Afríku.

Sjá má lokastöðuna á Investec mótinu með því að SMELLA HÉR: