Afmæliskylfingur dagsins: Brynja Herborg —- 4. desember 2018
Það er Brynja Herborg Jónsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Brynja Herborg er fædd 4. desember 1978 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Brynju til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Brynja Herborg – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Pam Higgins, 4. desember 1945 (73 ára); Mary Bea Porter-King, 4. desember 1949 (69 ára); Björn T Hauksson (62 árs); Costantino Rocca, 4. desember 1956 (62 ára); Wesley Earl Short, Jr., 4. desember 1963 (55 ára); Jósep Þorbjörnsson (52 ára); Brynja Herborg Jonsd. (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Bergur Dan Gunnarsson (32 ára); Lesa meira
Arnar Már tekur við sem afreksþjálfari hjá GKG
Arnar Már Ólafsson, PGA golfkennari, hefir verið ráðinn nýr afreksþjálfari GKG og tekur til starfa um áramótin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GKG. „Arnar Már er einn reynslumesti og farsælasti golfþjálfari Íslands og er það mikill og góður fengur fyrir GKG og íslenskt golf að fá Arnar í sínar raðir. Arnar Már útskrifaðist úr sænska PGA golfkennaraskólanum 1991 og starfaði í 8 ár sem afreksþjálfari hjá Golfklúbbnum Keili. Hann starfaði síðan í Þýskalandi hjá Gut Düneburg Golf Club frá 1996 til 2004. Þaðan fór hann til Berlin Wannsee Golf-Landclub, sem er elsti og einn merkasti golfklúbbur Þýskalands, en flutti heim 2006 og starfaði sem unglingalandsliðsþjálfari hjá Golfsambandinu, jafnframt því Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Haukur Örn Birgisson – 3. desember 2018
Það er forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haukur Örn er fæddur 3. desember 1979 og því 39 ára í dag. Hann er með 3,9 í forgjöf og félagi í Golfklúbbnum Oddi og aukaaðild í Golfklúbbi Flúða. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Hauk Örn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Elsku Haukur Örn Birgisson – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Hörður Vilhjálmur Sigmarsson, 3. desember 1953, GK (65 ára ); Skarphéðinn Skarphéðinsson, 3. desember 1954 (64 ára); Ólöf Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Elizabeth Szokol (7/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Byrjað verður að kynna 10 efstu á peningalista Symetra Tour og síðan 45 efstu og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og þær ásamt þeim 10 sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur verða því kynntar hér á næstu mánuðum. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók Lesa meira
Evróputúrinn: Kuri Kitayama sigraði á Máritíus Open
Það var bandaríski kylfingurinn Kuri Kitayma, sem sigraði í fyrsta sinn á Evróputúrnum þ.e. á öðru mótinu, sem Evróputúrinn á þátt í þessa vikuna þ.e. Afrasia Bank Mauritius Open at Anahita. Sigurskor Kitayma var 20 undir pari 268 högg (65 65 70 68). Í 2. sæti urðu indverski kylfingurinn S Chikkarangappa og Matthieu Pavon frá Frakklandi, báðir á 18 undir pari, 270 höggum; Chikkarangappa (64 68 71 67) og Pavon (67 66 70 67). Til þess að sjá lokastöðuna á Afrasia Bank Mauritius Open at Anahita SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Afrasia Bank Mauritius Open at Anahita SMELLIÐ HÉR:
PGA: Jon Rahm sigraði á Hero World Challenge – Hápunktar 4. dags
Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem stóð uppi sem sigurvegari á Hero World Challenge. Sigurskor Rahm var 20 undir pari, 268 högg (71 63 69 65) og var það glæsilegur lokahringur upp á 7 undir pari, 65 högg, sem færði honum sigurinn, en 4 högg munaði á honum og næsta manni. Fyrir sigur sinn hlaut Rahm sem samsvarar 123 milljónum íslenskra króna ($1 milljón) og ætti hann því að eiga fyrir jólasteikinni! Í 2. sæti varð Tony Finau frá Bandaríkjunum, á samtals 16 undir pari, 272 högg (72 64 67 69) og hlaut hann 50 milljónir íslenskra króna ($ 400.000) fyrir 2. sætið. Í 3. sæti var Justin Rose, Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Hugo León (4/27)
Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Pétursson —- 2. desember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Bjarki Pétursson. Bjarki er fæddur 2. desember 1994 og á því 24 ára afmæli í dag. Bjarki er afrekskylfingur í Golfklúbbi Borgarness (GB) og hefir m.a. orðið klúbbmeistari GB 5 sinnum í röð!!! Bjarki var m.a. valinn efnilegasti kylfingur Íslands á lokahófi GSÍ, 10. september 2011. Árið 2011 tók Bjarki þátt í Duke of York mótinu á Hoylake vellinum hjá Royal Liverpool klúbbnum og náði 16. sæti, sem er góður árangur í ljósi þess að veðrið var að leika keppendur grátt alla dagana. Árið 2011 var Bjarka gott en hann varð Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára pilta bæði í holukeppni og höggleik og m.a. kjörinn Íþróttamaður Borgarfjarðar Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Linnea Ström (6/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Byrjað verður að kynna 10 efstu á peningalista Symetra Tour og síðan 45 efstu og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og þær ásamt þeim 10 sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur verða því kynntar hér á næstu mánuðum. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók Lesa meira
Cameron Smith sigraði á Australian PGA
Það var Cameron Smith sem sigraði á Australian PGA Championship mótinu. Smith stóðst áhlaup frá landa sínum Marc Leishman og náði að verja titil sinn á Australian PGA Championship mótinu. Hinn 25 ára Smith hóf lokahring sinn á RACV Royal Pines Resort með 3 högga forystu en eftir 9 holur var hann kominn 2 högg á eftir Leishman, sem átti frábærar fyrri-9 með skor upp á 32 þar. Smith, hins vegar, sýndi stáltaugar, gaf í þegar á reyndi og spilaði seinni-9 á 33 – skrifaði undir kort upp á 70 högg og var því samtals á 16 undir pari, 272 höggum (70 65 67 70); 2 höggum á undan nr. 21 Lesa meira










