Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólafía Hreiðarsdóttir – 8. desember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Ólafía Hreiðarsdóttir. Ólafía er fædd 8. desember 1968 og á því 50 ára STÓRAFMÆLI í dag. Ólafía er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Innilega til hamingju með árin 50, Ólafía! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Laurie Auchterlonie, f. 8. desember 1868 – d. 20. janúar 1948; Útúrdúr Bókabúð 8. desember 1907 (111 ára); Edward Harvie Ward Jr., (f. 8. desember 1925 – d.4. september 2004 – Einn af söguhetjum „The Match“); Ragnar Guðmundsson, GV, 8. desember 1940 (78 ára);  Ágústa Sveinsdóttir, GK, 8. desember 1954 (64 ára); Ólafía Hreiðarsdóttir, GK, 8. desember 1968 (50 ára STÓRAFMÆLI); Brandt Snedeker, 8. desember 1980 (38 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Luke Donald ———- 7. desember 2018

Það er Luke Donald, sem er afmæliskylfingur dagsins. Luke Campbell Donald fæddist 7. desember 1977 í Hemel Hempstead, Herts í Hertfordshire og á því 41 árs afmæli í dag!!! Pabbi Luke var frá Stranraer í suðvesturhluta Skotlands, en hann er nú látinn. Vegna þess að rætur Luke liggja í Stranraer hefir hann alltaf talið sig hálfskoskan. Luke á bróður Christian og saman spiluðu þeir golf í Hazlemere og Beaconsfield golfklúbbunum á yngri árum og þegar Luke fór að skara fram úr var bróðir hans m.a.s. kylfusveinn hans og lengi vel frameftir eftir þegar Luke fór að spila á öllum helstu mótaröðum heims. Eitthvað sinnaðist þeim bræðrum fór Christian á pokanum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2018 | 17:00

St. Nikulásardagur er í dag!

Í dag er haldið upp á St. Nikulásar-daginn víðs vegar í ríkjum kaþólskra, en St. Nikulás frá Myra er dýrlingur hjá kaþólskum. Dagurinn í dag er dánardægur St. Nikulás en hann dó árið 323, og gjöfuls anda hans minnst. Margar sögur eru til um kraftaverk St. Nikulás. Ein sagan gengur út á að hann hafi safnað saman öllum verðmætum í strandbæ einum í Tyrklandi og fengið þau sjóræningjum, sem höfðu hneppt börn bæjarins í gíslingu. Sagan á að sýna að börnin eru dýrmætari en allar mannana eigur. Frægust er sagan af því þegar hann forðaðið 3 föngulegum stúlkum frá hórdómi og endurlífgaði 3 drengi sem vondur kjötiðnaðarmaður var búinn að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ásgeir Eiríksson —- 6. desember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Ásgeir Eiríksson. Hann er fæddur 6. desember 1947 og á því 71 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Ásgeirs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Ásgeir Eiríksson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arna Garðarsdóttir, 6. desember 1962 (56 ára); Þórir Bergsson, 6. desember 1963 (55 ára); Guðmundur Pétursson, 6. desember; Pétur Blöndal, 6. desember 1971 (47 ára); Beth Allen, 6. desember 1981 (37 ára, bandarísk, spilar á LET); Frederico Colombo, 6. desember 1987 (góður vinur Molinari-bræðranna ítölsku 31 árs) … og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Anders Albertson (18/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 8. sæti peningalistans, Anders Albertson. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. Anders Albertson fæddist 8. júní 1993 og er því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2018 | 09:00

Tiger vill ekki að lið Bandaríkjanna í Forsetabikarnum spili á Opna ástralska

Tiger Woods er fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Forsetabikarnum og einnig gestgjafi á Hero World Challenge, sem fram fer á Bahama eyjum. Tiger hefir látið eftir sér að hann vilji að liðsmenn sínir spili á Hero World Challenge fremur en Opna ástralska. Orðrétt sagði hann í Melbourne fyrr í dag:„Ég vona að þeir spili í Hero World Challenge – það er kristaltært.“ Þetta þykir mikið áfall fyrir Opna ástralska 2019 og ólíklegt að jafn margar stórstjörnur golfsins taki þátt og  2011. Skipuleggjendur mótsins þurfa þess í stað að byggja á liðsmönnum alþjóðlega liðsins, en mótið fer fram 1 viku fyrir Forsetabikrinn á Royal Melbourne, dagana 12.-15. desember 2010. Organisers will instead Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2018 | 08:00

GKB: Aðalfundur 8. desember n.k.

Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs verður haldinn í Golfskálanum Kiðjabergi 8. desember kl. 13.00. Stjórn GKB þakkar félagsmönnum gott samstarf á árinu og hvetur félagsmenn til að mæta á aðalfundinn. Rakel á Kaffi-Kið verður með hið margrómaða jólahlaðborð um kvöldið og hefst það kl. 19.00. Þeir sem hafa áhuga á að mæta á jólahlaðborðið ættu að skrá sig tímalega hjá Rakel (rakelmatt@gmail.com) eða í síma 699-4969. Undanfarin ár hefur verið mikil aðsókn í hlaðborðið og því um að gera að bóka strax. Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum klúbbsins : 1. Fundarstjóri og fundarritari kosnir. 2. Fundargerð síðasta Aðalfundar lesin upp 3. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári. 4. Endurskoðaðir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2018 | 07:00

GR: Elvar Már Kristinsson hlaut háttvísibikarinn

Háttvísibikarinn er gjöf frá GSÍ í tilefni af 70 ára afmæli GR og er hann veittur ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem GR-ingar vilja sjá í afreksunglingum sínum. Sá sem hlýtur háttvísibikarinn þarf að hafa mikinn íþróttaanda, gefast aldrei upp, sýna miklar framfarir, vera sér og klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og umfram allt vera fyrirmynd fyrir aðra í kringum sig. Elvar Már Kristinsson hlaut viðurkenninguna í ár. Elvar er mikil fyrirmynd fyrir aðra iðkendur. Hann er mjög duglegur við æfingar og hefur sýnt jafnar og góðar framfarir seinustu árin. Elvar hafnaði í öðru sæti á lokamóti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Max Schmitt (5/27)

Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Elsa Jónsdóttir – 5. desember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía Elsa Jónsdóttir. Stefanía Elsa er fædd 5. desember 1996 og á því 22 ára afmæli í dag. Hún er afrekskylfingur Golfklúbbs Akureyrar. Árið 2012 hlaut Stefanía Elsa m.a. heiðursnafnbótina Fyrirmyndarkylfingur GA. Hún varð t.a.m. í 10. sæti á stigalista GSÍ í stúlknaflokki 2013. Árið 2014 sigraði Stefanía Elsa eftirminnilega í Kvennamóti Vita og Forever og er aðeins fátt eitt talið hér á glæstum ferli Stefaníu Elsu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Stefania Elsa Jónsdóttir, 22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Helen Dettweiler, Lesa meira