
PGA: Jon Rahm sigraði á Hero World Challenge – Hápunktar 4. dags
Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem stóð uppi sem sigurvegari á Hero World Challenge.
Sigurskor Rahm var 20 undir pari, 268 högg (71 63 69 65) og var það glæsilegur lokahringur upp á 7 undir pari, 65 högg, sem færði honum sigurinn, en 4 högg munaði á honum og næsta manni. Fyrir sigur sinn hlaut Rahm sem samsvarar 123 milljónum íslenskra króna ($1 milljón) og ætti hann því að eiga fyrir jólasteikinni!
Í 2. sæti varð Tony Finau frá Bandaríkjunum, á samtals 16 undir pari, 272 högg (72 64 67 69) og hlaut hann 50 milljónir íslenskra króna ($ 400.000) fyrir 2. sætið.
Í 3. sæti var Justin Rose, á 15 undir pari, 273 höggum (70 70 68 65) en Rose var á flottum 65 líkt og Rahm, lokahringinn. Í verðlaunafé fyrir bronsið fær Rose 30 milljónir og 750.000 íslenskra króna ($ 250.000). Finau kom í veg fyrir að Rose næði að klára árið út í efsta sæti heimslistans, en Rose varð að vera í 2. sæti eða jafn í 2. sæti í þessu móti til þess að vera í efsta sæti heimslistans. Í árslok er það því Brooks Koepka, sem trónir í efsta sæti heimslistans.
Einn í 4. sæti varð Henrik Stenson á 14 undir pari, 274 högg (68 66 69 71) og Patrick Cantlay og Rickie Fowler deildu 5. sætinu á 13 undir pari, hvor. Cantlay var jafnframt á besta skori lokahrings Hero World Challenge, 8 undir pari, 64 höggum!
Allir þeir sem þátt tóku í Hero World Challenge, eða 18 manns hlutu verðlaunafé – enginn niðurskurður er í mótinu og hlaut sá sem varð í síðasta sæti, Hideki Matsuyama 12,3 milljónir íslenskra króna ($ 100.000) fyrir að ómaka sig að taka þátt.
Til þess að sjá lokastöðuna á Hero World Challenge SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 4. hrings Hero World Challenge SMELLIÐ HÉR:
- desember. 9. 2019 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kinga Korpak ——– 9. desember 2019
- desember. 9. 2019 | 09:00 Hver er kylfingurinn: Esther Henseleit?
- desember. 9. 2019 | 07:15 Langer-feðgar sigruðu á PNC Father/Son
- desember. 9. 2019 | 07:00 Sörenstam fyrsti kvenatvinnukylfingurinn til að taka þátt í PNC Father/Son Challenge
- desember. 8. 2019 | 20:00 Valdís Þóra aðeins 1 sæti frá 100% þátttökurétti á LET
- desember. 8. 2019 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Sveinsdóttir – 8. desember 2019
- desember. 8. 2019 | 15:00 LET: Henseleit sigurvegari í Kenía, nýliði ársins og stigameistari!
- desember. 8. 2019 | 14:00 Evróputúrinn: Højgaard sigraði á Mauritius Open
- desember. 8. 2019 | 09:00 Matt Jones sigraði á Australian Open
- desember. 7. 2019 | 23:59 PGA: Stenson sigraði á Hero World Challenge
- desember. 7. 2019 | 20:00 Golfgrín á laugardegi 2019 (49)
- desember. 7. 2019 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Luke Donald ———- 7. desember 2019
- desember. 7. 2019 | 13:00 Evróputúrinn: 3 efstir og jafnir e. 3. dag Mauritius Open
- desember. 7. 2019 | 12:00 LET: Valdís Þóra T-27 e. 3. dag í Kenía
- desember. 7. 2019 | 07:00 GR: Jóhanna Lea hlaut háttvísibikarinn