Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Linnea Ström (6/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið.

Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour.

Byrjað verður að kynna 10 efstu á peningalista Symetra Tour og síðan 45 efstu og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og þær ásamt þeim 10 sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur verða því kynntar hér á næstu mánuðum.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í lokaúrtökumóti LPGA en varð ekki meðal efstu 45 og náði því ekki að endurnýja kortið sitt og fastan keppnisrétt á LPGA næsta keppnistímabil.

Sú sem kynnt verður hér er stúlka sem varð í 5. sæti á peningalista Symetra Tour og er þannig komin með fullan spilarétt á LPGA. Þetta er Linnea Ström, en hún vann sér inn $70,685 í verðlaunafé í mótum Symetra Tour. Áður hafa, Stephanie Meadow (6. sæti), Kendall Dye (7. sæti), Charlotte Thomas (8. sæti), Isi Gabsa (9. sæti) og Dana Finkelstein (10. sæti) verið kynntar.

Linnea Ström fæddist 14. október 1996 og er því 22 ára.

Hún er 1.75 m á hæð.

Ström hefir verið í sænska golflandsliðinu frá 13 ára aldri og sigraði á European Girls Team Championship 2012 and 2013. Ström var í  2013 Junior Solheim Cup Team og í evrópska Junior Ryder Cup liðinu 2014 og 2016, og hún vann gullverðlaun ásamt Marcus Kinhult í blandaðri keppni á 2014 Youth Olympic Games. Ström sigraði einnig árið 2014 á Spanish International Amateur Championship og varð í 2. sæti árið 2015 á British Ladies Amateur Golf Championship

Ström lék í 2,5 ár í bandaríska háskólagolfinu með kvengolfliði Arizona State University, þar sem hún brilleraði en í stað þess að útskrifast ákvað hún að gerast atvinnumaður í golfi og reyna fyrir sér á Symetra Tour, eftir að hún komst ekki á LPGA í fyrstu tilraun á lokaúrtökumótinu 2017 vegna matareitrunar.

Hún spilaði á Symetra Tour keppnistímabilið 2018 og sigraði m.a. á 1 móti, Sioux Falls GreatLIFE Challenge. Sá sigur ásamt því að vera 10 sinnum meðal efstu 20 í mótum Symetra varð til þess að hún nældi sér í 5. sæti peningalista og var auk þess útnefnd nýliði Symtetra Tour 2018.

Nú spilar Linnea Ström á LPGA 2019 og verður gaman að fylgjast með henni þar. Hér er framtíðarkylfingur á ferð sem vert er að fylgjast með. Næsta Annika?

Um það að vera komin á LPGA sagði Ström:

Ég er mjög stolt af sjálfri mér og hvernig mér tókst að höndla allt þetta nýja í ár. LPGA hefir alltaf verið draumur minn og ég gæti ekki verið spenntari að fara þarna út og keppa við bestu kylfingana. Ég hef unnið mikið og verið þolinmóð í allt ár. Ég ætla að halda því áfram næsta keppnistímabil. Ég væri ekki hérna án sveifluþjálfara míns Ola Lindgren, sænska golflandsliðsins og fjölskyldu minnar.