PGA: 3 í efsta sæti e. 3. dag á Hero World Challenge
Það eru þeir Tony Finau, Jon Rahm og Henrik Stenson sem deila forystunni á Hero World Challenge. Allir hafa þeir spilað á 13 undir pari, 203 höggum; Finau (72 64 67); Rahm (71 63 69) og Stenson (68 66 69) Einn í 4. sæti er bandaríski kylfingurinn Gary Woodland, 2 höggum á eftir þremenningunum; á samtals 11 undir pari, 205 höggum (72 66 67). Einn í 5. sæti, enn öðru höggi á eftir, þ.e. á samtals 10 undir pari, 206 höggum er Rickie Fowler (72 67 67). Til þess að sjá stöðuna á Hero World Challenge að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. hrings Hero World Challenge Lesa meira
PGA: Sjáið ás Norén – Myndskeið
Sænski kylfingurinn Alexander Norén fór holu í höggi á Hero World Challenge mótinu á Bahamas eyjum. Höggið kom á par-3 17. holunni. Holan er 181 yarda (þ.e. 165,5 metra) og Norén notaði 9-járn. Norén átti ótrúlegar 5 holur í röð; hann fékk fugl á 14. holu; örn á 15. holu og síðan þrefaldan skolla á par-4 16. holuna og var því búinn að taka tilbaka frábært spil sitt á 14. og 15. En Norén kom aftur fékk ásinn frábæra á 17. holu og síðan fugl á 18. holu! Bjargaði stöðu úr 1 yfir eftir spilið á skollans 16. holunni í 2 undir eftir 18. Svona gera bara snillingar!!! Norén er Lesa meira
Golfgrín á laugardegi 2018 (25)
Hér er 2 ára myndskeið þar sem nokkrir kylfingar segja uppáhalds golf brandara sína. Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Lee Trevino ———– 1. desember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Lee Trevino, en hann fæddist 1. desember 1939, í Dallas, Texas og því 79 ára afmæli í dag. Lee Trevinoer oft uppnefndur „Supermex“ eða „The Merry Mex“ vegna mexíkansks uppruna síns, en móðir hans, Juanita, er mexíkönsk og Lee mikið átrúnaðargoð meðal mexíkanskra golfaðdáenda. Lee gerðist atvinnumaður í golfi árið 1960 og hefir því spilað leikinn göfuga í 51 ár á atvinnumannsstigi og á þeim tíma sigrað alls 90 sinnum, þar af 29 sinnum á PGA, 29 sinnum á Champions Tour og 32 sinnum á öðrum mótaröðum. Af helstu afrekum Lee mætti nefna að hann hefir í 6 skipti sigrað á risamótum golfsins, Opna bandaríska árin 1968 Lesa meira
Var um reglubrot Tiger að ræða á 18. holu 2. hrings Hero World Challenge?
Tiger Woods er við keppni í Albany á Hero World Challenge. Það leit allt mjög vel út fyrir Tiger áður en hann kom að síðustu holu þeirri 18. á 2. hring sínum – hann var með „hreint“ þe. skollalaust skorkort. En á 18. fór allt á verri veg – teighögg hans lenti í runna hægra megin á brautinni. Og Tiger ákvað að reyna að slá boltann úr runnanum í stað þess að taka víti. Tiger á öðru hné sínu með aðeins nokkurra sentimetra baksveiflu að vinna með náði að slá boltann undan runnanum og í röffið. En það sem leit út eins og frábært „rescue“ högg til að byrja með hefir Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Stephanie Meadow (5/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Byrjað verður að kynna 10 efstu á peningalista Symetra Tour og síðan 45 efstu og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og þær ásamt þeim 10 sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur verða því kynntar hér á næstu mánuðum. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók Lesa meira
Smith efstur m/3 högga forystu e. 3. dag á Australian PGA
Það er heimamaðurinn Cameron Smith sem er efstur á Australian PGA Championship mótinu, heldur forystunni, en spilað er venju skv. á RACV Royal Pines, á Gullströndinni. Smith er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (70 65 65). Í 2. sæti er landi hans Marc Leishman 4 höggum á eftir á 10 undir pari, 205 höggum (68 68 69). Dugar 3 högga forystann Smith til sigurs – heldur hann haus? Það verður gaman að fylgjast með því, en öll úrslit liggja fyrir á morgun sunnudagsmorguninn 2. desember 2018. Sjá má stöðuna að öðru leyti á Australian PGA með því að SMELLA HÉR:
Til hamingju Ísland – 1. desember 2018!
Í dag er Fullveldisdagurinn og við höldum upp á að Ísland hlaut fullveldi þann 1. desember 1918 frá Danmörku. Fullveldi felur í sér að fara með æðstu stjórn, dóms-, löggjafar- og framkvæmdavald, t.a.m. skv. kenningunni um þrískiptingu ríkisvalds yfir landsvæði eða hóp fólks. Það er ýmist ríkisstjórn eða þjóðhöfðingi sem fer með fullveldið. Ísland hlaut fullveldi í dag fyrir nákvæmlega 100 árum, en varð ekki sjálfstætt fyrr en 17. júní 1944. Ástæðan er sú að Íslendingar viðurkenndu danska konunginn áfram sem þjóðhöfðingja sinn og utanríkisstefna Íslands var áfram í höndum Dana. En í dag er merkisdagur, því auk þess að í dag sé Fullveldisdagurinn höldum við upp á 100 ára Lesa meira
GKG: Guðmundur Oddsson endurkjörinn formaður – Jón Gunnarsson hlaut háttvísibikarinn
Aðalfundur GKG var haldinn í Íþróttamiðstöð GKG fimmtudaginn 29. október. Guðmundur Oddsson var endurkjörinn sem formaður GKG á fundinum. Rekstur klúbbsins skilaði 29 milljónum í EBITDA hagnað. Ýmsir tekjupóstar sem tengdust sumrinu á borð við vallargjöld, útleigu golfbíla, bolta á æfingasvæði og golfmót voru um 10 milljónir undir áætlun á meðan heilsársrekstrarliðir á borð við námskeið kennslu og útleigu golfherma jukust á milli ára. Að teknu tilliti til afskrifta sem eru tæpar 20 milljónir króna og fjármagnsliða sem eru 15 milljónir, þá er rekstrartap upp á rúmar 6 milljónir. Fjármagnsliðirnir eru háir því GKG greiðir vexti af lánum sem sem tekin voru á móti styrkjum frá Sveitafélögunum. Þau lán verða Lesa meira
PGA: Rahm og Stenson efstir á Hero World Challenge e. 2. dag
Það eru þeir Jon Rahm og Henrik Stenson sem deila efsta sætinu eftir 2. dag Hero World Challenge. Báðir eru þeir búinir að spila á 10 undir pari, 134 höggum; Rahm (71 63) og Stenson (68 66). Í 3. sæti eru þeir Patrick Cantlay og Dustin Johnson, 1 höggi á eftir. Til þess að sjá stöðuna á Hero World Challenge SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. hrings á Hero World Challenge SMELLIÐ HÉR:










