Dagbjartur Sigurbrandsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2023 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Dagbjartur lauk keppni í Colleton River Collegiate

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, tók þátt í fyrsta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu, á vorönn 6.- 7. mars sl.

Mótið sem um ræðir var Colleton River Collegiate og spilaði Dagbjartur í því sem einstaklingur.

Mótið fór fram á Nicklaus velli Colleton River golfklúbbsins, í Bluffton, S-Karólínu.

Dagbjartur lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum (70 76 74) og varð í 58. sæti í einstaklingskeppninni af 72 þátttakendum.

Sjá má lokastöðuna á Colleton River Collegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Missouri háskólaliðs Dagbjarts er 26.-28. mars 2023 og ber heitið Hootie at Bulls Bay og fer fram í Awendaw, S-Karólínu.