Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2023 | 15:00

LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore

Það var hin franska Pauline Roussin-Bouchard, sem sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore.

Mótið, sem er hluti af LET, fór fram á Laguna National í Singapore, dagana 16.-18. mars 2023.

Roussin lék á samtals 15 undir pari, 201 höggi (68 69 64).

Þetta er 2. sigur Roussin á LET, en fyrri sigur hennar kom skömmu eftir að hún gerðist atvinnumaður í golfi,  á Skaftö Open, 29. ágúst 2021.  Pauline Roussin-Bourchard er fædd 5. júlí 2000 og því 22 ára. Roussin var í bandaríska háskólagolfinu og lék með liði University of South Carolina. Eftir útskrift árið 2021 gerðist hún eins og segir atvinnumaður í golfi. Roussin-Bouchard hefir einnig spilarétt á LPGA.  Roussin-Bouchard var mjög sigursæll áhugamaður í golfi og sigraði m.a. í:

  • 2015 Grand Prix de Valcros, European Young Masters (einstaklingskeppni)
  • 2016 Spanish International Stroke Play, St Rule Trophy
  • 2017 Grand Prix de Valcros
  • 2018 Grand Prix de Valgarde
  • 2019 Windy City Collegiate Championship, Portuguese International Ladies Amateur Championship, Grand Prix de ligue PACA Dames, Italian International Ladies Amateur Championship
  • 2020 The Ally
  • 2021 Moon Golf Invitational, Valspar Augusta Invitational, SEC Women’s Golf Championship

Í 2. sæti í Aramco Team Series – Singapore varð Danielle Kang frá Bandaríkjunum heilum 4 höggum á eftir og í 3. sæti varð Lydia Ko á samtals 10 undir pari.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, var ekki meðal keppenda.

Sjá má lokastöðuna frá einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore með því að SMELLA HÉR:

Eins og nafnð bendir til er mótið aðallega liðakeppni og í henni, sem fór fram samhliða dagana 16.-17. mars 2023 sigraði lið Christine Wolf frá Austurríki. Með henni í liði voru áhugakylfingurinn Katsuko Blalock, Eleanor Givens frá Englandi og Casandra Alexander frá S-Afríku.