Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir.

Vincent Tshabalala var fæddur 16. mars 1943 og lést 3. júní 2017. Hann hefði fagnað 80 ára merkisafmæli í dag. Hann var stimplaður „litaður“ undir kynþáttaaðskilnaðarstefnu Apartheid í Suður-Afríku og fékk því ekki að spila á Sólskinstúrnum í Suður-Afríku, á sínum bestu árum. Hefði hann fengið að taka þátt í golfmótum hvítra, hefði hann eflaust orðið jafnstór í golfinu og Tiger Woods! Hann fékk þó að spila í Evrópu á Evróputúrnum og reis til frægðar eftir sigur á Opna franska 1976 á þeirri mótaröð. En svona getur þröngsýni, einelti og hatur eyðilagt það sem hefir kraftinn í sér að verða mikilfenglegt!

Guðný er fædd 16. mars 1963 og fagnar því 60 ára merkisafmæli. Hún er gift Ívari Erni Arnarsyni og því gift inn í fjölskyldu stórkylfinga. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Guðnýju til hamingju með daginn hér að neðan:

Guðný Ævarsdóttir – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lucy Barnes Brown, f. 16. mars 1859 (Vann fyrsta US Women´s Amateur); Richard Tufts, f. 16. mars 1896; Hollis Stacy, 16. mars 1954 (69 ára); Vincent Tshabalala, 16. mars 1943 (80 ára MERKISAFMÆLI!!!); Guðný Ævarsdóttir, 16. mars 1963 (60 ára MERKISFAFMÆLI); Sigga Sif Sævarsdóttir, 16. mars 1968 (54 ára); Simon Yates, 16. mars 1970 (53 ára); Joakim Bäckström, 16. mars 1978 (45 ára); Bud Cauley, 16. mars 1990 (33 ára); Haraldur Franklín Magnús, GR, 16. mars 1991 (32 ára); Beau Hossler, 16. mars 1995 (28 ára – spilar á PGA Tour); Anna Sigriður Magnúsdóttir, 16. mars; Chiara Noja, (þýsk – spilar á LET) 16. mars 2006 (17 ára) … og …

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum sem og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is