Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023

Það er bandaríski kylfingurinn Stewart Cink, sem er afmæliskylfingur dagsins, en hann fæddist í dag 21. mars árið 1973 og fagnar því 50 ára stórafmæli. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Michael McCullough, 21. mars 1945 (78 ára); Karen Lunn, 21. mars 1966 (57 ára); Stewart Cink, 21. mars 1973 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Sören Hansen, 21. mars 1974 (49 ára); Peter Campell, 21. mars 1985 (38 ára); Carl Yuan Yechun, 21. mars 1997 (26 ára) … og …. Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2023 | 15:00

Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!

Sigurður Arnar Garðarsson, afrekskylfingur úr GKG, sigraði í fimmtu umferð á Next Golf Tour mótaröðinni sem er mótaröð á vegum TrackMan. Sigurður Arnar lék 66 höggum á Adare Manor vellinum eða 6 höggum undir pari vallar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GKG. Sigurður Arnar er atvinnukylfingur og fékk hann veglegt verðlaunafé fyrir árangurinn og sigurinn í 5. umferðinni eða alls 2,7 milljónir kr. Heildarpotturinn í verðlaunafénu í þessari umferð var rúmlega 21 milljón kr. Að auki fær Sigurður Arnar 500 $ bónus fyrir að eiga þriðja lengsta teighögg umferðarinnar en það var 337,5 metrar. Nánar um mótaröðina á nextgolftour.com. Lokaumferðin hefst 22. mars og stendur hún yfir fram til 2. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023

Afmæliskylfingur dagsins er indverski kylfingurinn Arjun Atwal. Hann fæddist í Asansol á Indlandi, 20. mars 1973 og fagnar því 50 ára stórafmæli í dag. Hann er sonur iðnjöfursins Harminder Singh Atwal (alltaf kallaður Bindi – d. júli 2022) og var í St. James School í Kolkata og 14 ára byrjaði hann í golfi  – spilaði þá bæði í the Royal Calcutta Golf Club  og  Tollygunge Club.Hann var á menntaskólaárunum einnig 2 ár við nám í Bandaríkjunum þ.e. í W. Tresper Clarke High School, í Westbury, New York. Atwal spilaði einnig í bandaríska háskólagolfinu með liði Nassau Community College. Arjun Atwal er sikki. Atwal gerðist atvinnumaður í golfi 1995. Á ferli sínum sigraði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2023 | 08:45

Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic

Tilraun Bernhard Langer, 65 ára, til þess að setja 46 sigra sigurmet á Champions fór út um þúfur í gær þegar Ernie Els sigraði á Hoag Classic. Els, 53 ára, hóf lokahringinn 5 höggum á eftir Langer en fékk fugla á 2 af 3 lokaholunum á svölum, rigningardegi í Newport Beach Country Club í Kaliforníu og kláraði hringinn á glæsilegum 65 höggum, þar sem hann átti 1 högg á Doug, Barron og Steve Stricker. Þetta er 3. sigur Ernie Els á Champions. Fyrir lokahringinn var Bernhard Langer efstur í mótinu með 1 höggs forystu og svo var enn þegar aðeins 7 holur voru eftir.  Síðan þrípúttaði hann á 14. og 17. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2023 | 08:00

LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson

Danny Lee sigraði á LIV Golf Tucson, í Arizona, sem fram fór nú um helgina. Lee var efstur og jafn ásamt 3 öðrum kylfingum (Carlos Ortiz, Brendan Steele og Louis Oosthuizen)  eftir 3 spilaða hringi; þ.e. allir voru á 9 undir pari. Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði Lee sigur. Sjá má lokastöðuna á LIV Golf í Arizona með því að SMELLA HÉR:  Danny Jin-Myung Lee (á kóreönsku: 이진명) er fæddur 24. júlí 1990 og því 32 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2009. Lee er kvæntur Yuomi Kong (síðan 2017) og á með henni 2 börn. Lee hélt að hann myndi aldrei aftur sigra í atvinnumannsmóti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2023 | 22:30

PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar

Það var bandaríski kylfingurinn Taylor Moore, sem sigraði á Valspar Open, móti vikunnar á PGA Tour. Sigurskor Moore var 10 undir pari, 274 högg (71 67 69 67). Þetta er fyrsti sigur Moore á PGA Tour. Í 2. sæti var Adam Schenk, sem var í forystu fyrir lokahringinn.  Hann lauk keppni á samtals 9 undir pari, 1 höggi á eftir Moore.  Tommy Fleetwood og Jordan Spieth deildu síðan 3. sætinu. Moore er fæddur 28. júlí 1993 í San Angelo, Texas og því 29 ára. Hann ólst upp í fjölskyldu sem vægast sagt er mjög íþróttasinnuð. Hann á 1 yngri bróður Payton.  Moore var í Edmond Memorial High School in Edmond, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Kristín Bachmann. Hún er fædd 19. mars 1953 og á því 70 ára merkis-afmæli í dag. Guðrún Kristín er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Guðrún Kristín Bachmann – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Henry Taylor, f. 19. mars 1871 – d. 10. febrúar 1963 ; Gay Robert Brewer, f. 19. mars 1932 – d. 31. ágúst 2007; Aðalheiður Jóhannsdóttir, 19. mars 1956 (67 ára); Paul Davenport, 19. mars 1966 (57 ára); Louise Stahle 19. mars 1985 (38 ára); Oliveira Rosa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2023 | 14:00

PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum

Það er Adam Schenk, sem leiðir fyrir lokahringinn á Valspar Open, móti vikunnar á PGA Tour. Schenk er ekki sá þekktasti á PGA Tour, en hefir þó átt fast sæti þar frá árinu 2018 – Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Schenk með því að   SMELLA HÉR:  Schenk er búin að spila á Valspar eins og engill; hefir spilað á samtals 8 undir pari, 205 höggum (66 69 70). Spurning hvort hann haldi haus í kvöld? Það eru ekki minni menn en Jordan Spieth og Tommy Fleetwood sem eru í 2. sætinu og fast á hælunum á Schenk – aðeins munar einu höggi en þeir Spieth og Fleetwood hafa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2023 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (11/2023)

Hér er samantekt á stuttum golfdjókum, tekin af vefsíðu, sem hélt því fram að þeir væru betri en að fara holu í höggi. Eftir lestur golfdjókanna, fannst Golf1 það eitt sér vera fyndið! En hér koma þessir stuttu brandarar á ensku: 1 “Golf is literally a sport to see who can play the least golf.” —21Cosner on Reddit.com 2 “Golf is the perfect thing to do on a Sunday because you spend more time praying on the course than if you went to church.” —brockoli117 on Reddit.com 3 As far as I can tell, the requirements to be a professional golfer are the same as to be a drag queen: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir:  Bragi Bryjarsson og Marousa Polias.. Bragi er fæddur 18. mars 1968 og á því 55 ára afmæli, í dag þegar Liverpool átti að mæta Fulham! Bragi er einn mesti stuðningsmaður Liverpool FC hér á landi og þótt víðar væri leitað! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Bragi Brynjarsson (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Marousa Polias er ástralskur kylfingur af grísku bergi brotin sem spilaði á sínum tíma á ALPG. Hún tók einnig á sínum tíma þátt í gerð frægs dagatals, sem kylfingar ALPG stóðu að og vakti athygli, þar sem kylfingarnir Lesa meira