
Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
Afmæliskylfingur dagsins er indverski kylfingurinn Arjun Atwal. Hann fæddist í Asansol á Indlandi, 20. mars 1973 og fagnar því 50 ára stórafmæli í dag. Hann er sonur iðnjöfursins Harminder Singh Atwal (alltaf kallaður Bindi – d. júli 2022) og var í St. James School í Kolkata og 14 ára byrjaði hann í golfi – spilaði þá bæði í the Royal Calcutta Golf Club og Tollygunge Club.Hann var á menntaskólaárunum einnig 2 ár við nám í Bandaríkjunum þ.e. í W. Tresper Clarke High School, í Westbury, New York. Atwal spilaði einnig í bandaríska háskólagolfinu með liði Nassau Community College. Arjun Atwal er sikki.
Atwal gerðist atvinnumaður í golfi 1995. Á ferli sínum sigraði Atwal í 13 mótum og var fyrsti kylfingurinn frá Indlandi til þess að spila á PGA og sigra í móti á PGA mótaröðinni, en það gerðist 22. ágúst 2010 á Wyndham Championship, í N-Karólína.
Arjun lenti í leiðindabílslysi í Flórída, árið 2007, þar sem hann varð mannsbani og átti lengi vel erfitt á eftir.
Arjun er kvæntur Sonu (frá árinu 2002) og á með henni börnin: Krishen og Ritiku.

Sona, Krishen og Arjun með Ritiku
Í dag býr Atwal bæði í Kolkata á Indlandi og í Windemere, Flórída.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Herta Kristjánsdóttir, 20. mars 1944 – d. 29. janúar 2014; Kathy Baker Guadagnino, 20. mars 1961 (62 ára); Arjun Atwal, 20. mars 1973 (50 ára); Sung Ah Yim (임성아), 20. mars 1984 (39 ára); Charley Hull, 20. mars 1996 (27 ára); Lr Heilsuvörur Snyrtivörur, 20. mars 1967 (56 ára); D-prjón Prjón, 20. mars 1967 (56 ára); Gísli Rúnar Jónsson 20. mars …. og ….
Golf 1 óskar kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023