
Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
Sigurður Arnar Garðarsson, afrekskylfingur úr GKG, sigraði í fimmtu umferð á Next Golf Tour mótaröðinni sem er mótaröð á vegum TrackMan.
Sigurður Arnar lék 66 höggum á Adare Manor vellinum eða 6 höggum undir pari vallar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GKG.
Sigurður Arnar er atvinnukylfingur og fékk hann veglegt verðlaunafé fyrir árangurinn og sigurinn í 5. umferðinni eða alls 2,7 milljónir kr.
Heildarpotturinn í verðlaunafénu í þessari umferð var rúmlega 21 milljón kr. Að auki fær Sigurður Arnar 500 $ bónus fyrir að eiga þriðja lengsta teighögg umferðarinnar en það var 337,5 metrar.
Nánar um mótaröðina á nextgolftour.com.
Lokaumferðin hefst 22. mars og stendur hún yfir fram til 2. apríl. Þar verður leikið á Innisbrook Copperhead – en þar var Valspar mótið haldið á PGA mótaröðinni, en mótinu lauk s.l. sunnudag.
Í aðalmyndaglugga: Sigurður Arnar Garðarsson, GKG. Mynd: GSÍ
Texti: GSÍ
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023