Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2023 | 08:45

Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic

Tilraun Bernhard Langer, 65 ára, til þess að setja 46 sigra sigurmet á Champions fór út um þúfur í gær þegar Ernie Els sigraði á Hoag Classic.

Els, 53 ára, hóf lokahringinn 5 höggum á eftir Langer en fékk fugla á 2 af 3 lokaholunum á svölum, rigningardegi í Newport Beach Country Club í Kaliforníu og kláraði hringinn á glæsilegum 65 höggum, þar sem hann átti 1 högg á Doug, Barron og Steve Stricker.

Þetta er 3. sigur Ernie Els á Champions.

Fyrir lokahringinn var Bernhard Langer efstur í mótinu með 1 höggs forystu og svo var enn þegar aðeins 7 holur voru eftir.  Síðan þrípúttaði hann á 14. og 17. holu og fékk skolla í bæði skiptin og lauk hringnum á 73 höggum og deildi 7. sætinu (þ.e. varð T-7).

Í grunninn var þetta pútternum að kenna“   sagði Langer. „Ég púttaði ekki vel. Ég missti af tveimur mjög stuttum færum og átti nokkur þrípútt. Ég lék ekki illa en spilaði ekki nógu vel til þess að vera á 1 eða 2 undir. Það hefði dugað, en pútterinn var ekki nógu góður.

Næsta tækifæri Langer til að setja met yfir flesta sigra á Champions, (en sem stendur deilir hann metinu yfir flesta sigra á Champions (45) með  Hale Irwin) verður á Galleri Classic mótinu í Rancho Mirage, Kaliforníu, sem hefst á föstudaginn í Mission Hills Country Club.

Els hafði ekki sigrað síðan í október 2020 og hann þurfti að bíða eftir að Barron léki 18. holu með möguleika á að jafna og knýja fram umspil. En Barron missti af fjögurra feta fuglapútti sem skilaði Els sigrinum.
Jafnvel á okkar aldri, jafnvel á Champions Tour, viljum við samt verða betri og komast þangað sem okkur líður vel og ég er að komast á þann áfanga,“ sagði Els. „Í langan tíma á fertugsaldri spilaði ég ekki mjög vel. Það hefur tekið nokkurn tíma að fá þetta sjálfstraust aftur, en svona umferðir, svona mót, það er að koma aðeins til baka.“

Sjá má lokastöðuna í Hoag Classic með því að SMELLA HÉR: