Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2023 | 22:30

PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar

Það var bandaríski kylfingurinn Taylor Moore, sem sigraði á Valspar Open, móti vikunnar á PGA Tour.

Sigurskor Moore var 10 undir pari, 274 högg (71 67 69 67). Þetta er fyrsti sigur Moore á PGA Tour.

Í 2. sæti var Adam Schenk, sem var í forystu fyrir lokahringinn.  Hann lauk keppni á samtals 9 undir pari, 1 höggi á eftir Moore.  Tommy Fleetwood og Jordan Spieth deildu síðan 3. sætinu.

Moore er fæddur 28. júlí 1993 í San Angelo, Texas og því 29 ára. Hann ólst upp í fjölskyldu sem vægast sagt er mjög íþróttasinnuð. Hann á 1 yngri bróður Payton.  Moore var í Edmond Memorial High School in Edmond, Oklahoma. Þar var hann kylfingur nr. 2 af 2012 árgangnum. Moore spilaði síðan í bandaríska háskólagolfinu á árunum 2012-2014 með liði University of Arkansas og var m.a. tilnefndur í lið nýliða (SEC Freshman team of the year). Kærasta Taylor Moore er Lexi Sörensen. Taylor Moore komst á PGA Tour í fyrra, 2022.

Sjá má lokastöðuna á Valspar Open með því að SMELLA HÉR: