Afmæliskylfingur dagsins: Anna Björk Birgisdóttir – 21. ágúst 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Anna Björk Birgisdóttir. Hún fæddist 21. ágúst 1966 og á því 53 ára afmæli í dag!!! Hún er í kvennanefnd Golfklúbbs Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Önnu Björk til hamingju með afmælið Anna Björk Birgisdóttir (53 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Eiríkur Jónsson, 21. ágúst 1905 (hefði orðið 114 ára); Sigridur Eythorsdottir, f. 21. ágúst 1940- d. 22. júlí 2016 ; Richard Francis „Dick“ Zokol, 21. ágúst 1958 (61 árs); Sturla Friðriksson, 21. ágúst 1962 (57 ára); Keramikhofið Slf, 21. ágúst 1972 (47 ára); Magnus A Carlson, Lesa meira
NGL: 4 Íslendingar v/keppni í Esbjerg
Það eru 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í móti vikunnar á Nordic Golf League (NGL), þ.e. á Esbjerg Open – by EnergiMetropol Esbjerg. Þetta eru þeir: Andri Þór Björnsson, Aron Bergsson, Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús. Mótið fer fram í golfklúbbnum í Esbjerg, Danmörku, 21.-23. ágúst 2019. Sjá má rástíma keppenda með því að SMELLA HÉR: (Athugið að við hér á Íslandi eru 2 tímum á eftir þannig að t.a.m. Haraldur Franklín á rástíma kl. 11:30 í Danmörku, sem er kl. 9:30 á Íslandi) Fylgjast má með gengi strákanna í Esbjerg með því að SMELLA HÉR:
GA: Stefanía Kristín og Þórhallur sigruðu í Höldur-KIA mótinu
Eftir góða 2 daga lauk Höldur-KIA mótinu. Skorin seinni daginn voru lakari þann fyrr, sem bauð uppá gífurlega spennu hjá efstu sætunum. Það voru þau Þórhallur Pálsson og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir sem tóku fyrsta sætið eftir mjög öfluga hringi í dag sem skilaði þeim 44 punktum. Ótrúleg úrslit urðu svo þegar þurfti að verpa hlutkesti til að úrskurða hvaða lið yrði í 3. sæti mótsins. Þá voru liðin í 3-4. sæti jöfn á seinni hring mótsins, seinni 9 holunum, síðustu 6, síðustu 3, síðustu 2 og einnig á 18. braut. Því þurfti málið að vera leyst af hætti gamla skólans, og tíkall var rifinn upp. Öll úrslit: 1. sæti Stefanía Lesa meira
Landslið karla – og kvenna +50 f. EGA verkefnin
Keppni til landsliðssæta karla og kvenna 50+ sem keppa undir merkjum EGA er lokið. Samkvæmt reglugerð þá fá fjórir efstu í Öldungamótaröðinni landsliðssæti en afreksstjórar GSÍ velja tvo karla og tvær konur í landsliðshópana. Landsliðin keppa 3.-8. september, kvennaliðið í Búlgaríu en karlaliðið í Danmörku. Landslið karla: Tryggvi Valtýr Traustason, Guðmundur Arason, Sigurður Aðalsteinsson, Frans Páll Sigurðsson, Sigurjón Arnarson og Einar Long. Landslið kvenna: Þórdís Geirsdóttir, María Málfríður Guðnadóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir og Svala Óskarsdóttir. Í aðalmyndaglugga: Hið sigursæla 50+ kvennalandslið
Sæmundur fer til Montecastillo
Sæmundur Norðfjörð hreppti aðalvinninginn í Regluverðinum 2019 og vann sér inn lúxusgolfferð fyrir tvo á hinn margrómaða Montecastillo völl á Spáni. Regluvörðurinn er golfleikur Varðar og Golfsambands Íslands sem nýtur síaukinna vinsælda. Metþátttaka var í honum í sumar er hann fór fram sjöunda árið í röð. Í leiknum, sem spilaður er á vef Varðar, geta spilarar kannað þekkingu sína á golfreglunum og þeir sem standast prófið fá hin eftirsóknarverðu Regluvarðar verðlaun. Vinsældir leiksins hafa aukist með ári hverju en í sumar tóku um 30 þúsund þátt og hefur starfsfólk Varðar ekki haft undan að senda verðlaunapeninga til stoltra Regluvarða. Golfleikurinn sameinar bæði gagn og gaman og um leið eiga spilarar Lesa meira
LPGA: 12 ára stelpa m/ í CP Women´s Open
Michelle Liu var föðmuð af Lydiu Ko og Christinu Kim og hitti nokkrar af fyrirmyndum sínum, sem hún hafði fram til þessa aðeins séð í sjónvarpinu, þ.á.m. kanadísku golfstjörnuna Brooke Henderson og Ariyu Jutanugarn. Þetta hefir verið ansi sérstök vika fyrir hina 12 ára stelpu (Liu) frá Vancouver og keppnin ekki einu sinni hafin. Liu er yngsti kylfingur til þess að taka þátt í LPGA mótinu CP Women´s Open, sem fram fer í þessari viku í Magna golfklúbbnum í Aurora, Kanada. „Ég segi svo sannarlega að „klikkað“ sé gott orð yfir þetta (þátttökuna),“ sagði Liu í dag með breiðu brosi, þar sem glitti í tannspangir hennar. Liu er ekki einu sinni Lesa meira
Trump „að hugsa málið“ hvort hann mæti á Forsetabikarinn í Ástralíu
Framkvæmdastjóri PGA Tour Jay Monahan telur að Donald Trump sé“að hugsa málið” þ.e. að velta fyrir sér hvort hann eigi að ferðast til Ástralíu til þess að vera viðstaddur Forsetabikarinn, sem fer fram á Royal Melbourne í Ástralíu nk. desember. Monahan, sem spilaði hring með Trump í New Jersey í sl. viku, sagði að Trump ætti boð um að mæta á mótið, sem fara mun fram 12.-15. desember n.k. Trump var m.a. viðstaddur Forsetabikarinn 2017 Presidents Cup, þegar mótið var haldið á Liberty National í New Jersey. Hann var fyrsti Bandaríkjaforseti í embætti til þess að mæta á mótið frá því að Bill Clinton var viðstaddur keppnina árið 2000 í Lesa meira
Glover með í 1. sinn í 10 ár
Fyrir ári síðan missti bandaríski kylfingurinn Lucas Glover kortið sitt á PGA Tour; var í 135. sæti á FedEx Cup listanum. Glover hafði ekkert gengið sérlega vel á túrnum og fréttir af ömurlegum heimilisaðstæðum hans, þar sem hann varð að þola ofbeldi af hálfu drykkfelldrar konu sinnar, Kristu komust í hámæli. Sjá eldri grein Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Hinn þá 38 ára Glover virtist óravegu frá hátindi ferils síns, sem var 10 árum áður, þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Opna bandaríska risamótinu (2009). Glover tók þátt í Web.com Finals (nú Korn Ferry Finals); endurheimti PGA Tour kortið sitt og hefir gengið ágætlega á PGA Túrnum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Garrett Philips —— 20. ágúst 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Garrett Whitney Phillips. Hún fæddist í Houston, Texas 20. ágúst 1986 og á því 33 ára afmæli í dag. Garrett spilaði bæði á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour) og LPGA Futures Tour (nú Symetra Tour). Hún gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hún útskrifaðist frá University of Georgia, þar sem hún spilaði golf með háskólaliðinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólafur Bjarnason Sh, 20. ágúst 1973 (46 ára); Álsey Ve, 20. ágúst 1987 (32 ára); Zac Blair, 20. ágúst 1990 (29 ára); Góðir Landsmenn …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með Lesa meira
Sveit GSG Íslandsmeistari í 3. deild karla 50+ á Íslandsmóti golfklúbba
Golfklúbbur Sandgerðis (GSG) sigraði í 3. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba í flokki +50 ára og spilar því í 2. deild að ári. Keppt var á Selsvelli á Flúðum. Alls tóku 7 golfklúbbar þátt. Golfklúbburinn Jökull frá Ólafsvík (GJÓ) varð í öðru sæti og Golfklúbburinn Hamar frá Dalvík (GHD) í því þriðja. Sjá má heildarúrslit í 3. deild karla 50+ á Íslandsmóti golfklúbba 2019 hér að neðan:










