Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2019 | 22:00

Íslandsbankamótaröðin 2019 (5): Daníel Ísak Íslandsmeistari í fl. 19-21 árs pilta!

Daníel Ísak Steinarsson úr Keili (GK) sigraði á Íslandsmóti unglinga í flokki 19-21 árs. Hann sigraði með sjö högga mun en keppt var á Leirdalsvelli hjá GKG. Í 2. sæti varð Sverrir Haraldsson, GM og í 3. sæti Lárus Garðar Long, GV. Alls tóku 18 keppendur þátt í þessum flokki. Sjá má heildarúrslitin í flokki 19-21 árs pilta á Íslandsmótinu í höggleik hér að neðan: 1 Daníel Ísak Steinarsson GK 0 -2 F 1 75 70 69 214 2 Sverrir Haraldsson GM 1 6 F 8 73 71 77 221 3 Lárus Garðar Long GV 3 5 F 18 76 79 76 231 4 Hilmar Snær Örvarsson GKG 5 13 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2019 | 21:00

Íslandsbankamótaröðin 2019 (5): Jóhanna Lea Íslandsmeistari í fl. 17-18 ára stúlkna!

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, er Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára á Íslandsbankamótaröðinni. Keppnin var gríðarlega spennandi en Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, var aðeins höggi á eftir Jóhönnu Leu. Jóhanna Lea fékk m.a. ás á Íslandsmótinu s.s. Golf 1 greindi frá í gær – Sjá með því að SMELLA HÉR: Í 3. sæti varð síðan GA-ingurinn Andrea Ýr Ásmundsdóttir. Flottir keppendur í stúlknaflokki 17-18 ára!!! Sjá má heildarúrslitin í stúlknaflokki 17-18 ára á Íslandsmóti unglinga í höggleik hér að neðan: 1 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 8 2 F 12 78 74 73 225 2 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 3 0 F 13 79 76 71 226 3 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2019 | 20:30

GF Íslandsmeistarar í 4. deild karla 50+

Sveit Golfklúbbsins Flúðir (GF) er Íslandsmeistari í 4. deild karla 50+ á Íslandsmóti golfklúbba 2019. GF spilar því í 3. deild að ári. Keppnin í 4. deild karla fór fram á Bárarvelli á Grundarfirði. Sveitir 5 golfklúbba kepptu. Sjá má úrslitin í 4. deild karla hér að neðan:  

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2019 | 19:30

Íslandsbankamótaröðin 2019 (5): Amanda Íslandsmeistari í stúlknafl. 19-21 árs!

Amanda Guðrún Bjarnadóttir úr Golfklúbbi Hamars á Dalvík (GHD) fagnaði sigri í flokki 19-21 árs á Íslandsmóti unglinga á Íslandsbankamótaröðinni. Íslandsmeistaraskor Amöndu var 25 yfir pari. Keppnin fór fram á Leirdalsvelli og keppendur í þessum flokki voru 3. Sjá má heildarúrslitin í stúlknaflokki 19-21 árs á Íslandsmóti unglinga í höggleik 2019 hér að neðan: 1 Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD 8 6 F 25 78 83 77 238 2 Anna Júlía Ólafsdóttir GKG 9 14 F 39 83 84 85 252 3 Erla Marý Sigurpálsdóttir GFB 21 11 F 55 92 94 82 268

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2019 | 18:30

Hvað var í sigurpoka Thomas?

Justin Thomas sigraði á BMW Championship og setti glæsilegt vallarmet (61 högg) í Medinah CC í Illinois. Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður voru í sigurpoka hans: Dræver: Titleist TS3 (9.5°) Skaft: Mitsubishi Diamana BF 60TX. 3 tré: Titleist TS3 (15°) Skaft: Mitsubishi Tensei CK Blue 80TX. 5 tré: Titleist 915Fd (18°) Skaft: Fujikura Motore Speeder VC 9.2 Tour Spec X-flex. Járn: Titleist T100 (4 járn), Titleist 718 MB (5-9 járn) Sköft: True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 Fleygjárn: Titleist Vokey SM7 (46°, 52° og 56°), Titleist Vokey SM6 (60°) SköftTrue Temper Dynamic Gold Tour Issue S400. Pútter: Scotty Cameron X5 Tour. Grip: SuperStroke Traxion Pistol GT Tour. Golfbolti: Titleist Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2019 | 18:00

Íslandsbankamótaröðin 2019 (5): Sigurður Arnar Íslandsmeistari í fl. 17-18 ára pilta!

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, er Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára á Íslandsbankamótaröð unglinga. Keppnin í þessum flokki var afar jöfn og spennandi. Sigurður Arnar sigraði með minnsta mun á glæsilegu heildarskori eða -1 á 54 holum. Þess mætti geta að Sigurður Arnar var á besta skorinu yfir alla keppendur í mótinu! Glæsilegur!!! Lárus Ingi Antonsson, GA, og Jón Gunnarsson, GKG, deildu 2.-3. sætinu á pari vallar samtals, sem var einnig flott!!! Alls tóku 24 keppendur þátt í þessum flokki. Sjá má heildarúrslitin í piltaflokki 17-18 ára hér að neðan: 1 Sigurður Arnar Garðarsson GKG -1 -1 F -1 68 74 70 212 T2 Lárus Ingi Antonsson GA 4 -2 F Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2019 | 17:30

GH Íslandsmeistarar í 3. deild karla

Golfklúbbur Húsavíkur (GH) tryggði sér sigur í 3. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba en keppt var á Húsatóftavelli í Grindavík. GH leikur því í 2. deild að ári. Golfklúbbur Sauðárkróks (GSS) lék til úrslita um sigurinn. Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB) hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa sigrað Golfklúbb Hveragerðis (GHG) í leik um þriðja sætið. Golfklúbburinn Geysir (GEY) féll í 4. deild. Alls tóku 8 lið þátt og má sjá heildarúrslitin hér að neðan:  

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2019 | 17:00

Íslandsbankamótaröðin 2019 (5): Perla Sól Íslandsmeistari í stelpuflokki!!!

Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR er Íslandsmeistari í stelpuflokki 14 ára og yngri. Perla Sól sigraði með miklum yfirburðum í sínum aldursflokki, en hún er aðeins 12 ára ung og á enn tvö ár eftir í þessum aldursflokki. Íslandsmeistaraskorið var glæsilegt hjá Perlu Sól; 15 yfir pari, 228 högg (78 79 71) – sérstaklega skorið á lokahringnum – slétt par, flott 71 högg, sem var besta skorið í stelpuflokki. Helga Signý Pálsdóttir, GR varð í 2. sæti og Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS í 3. sæti. Alls tóku 19 keppendur þátt í þessum aldursflokki. Sjá má heildarúrslitin í stelpuflokki 14 ára og yngri á Íslandsmóti unglinga í höggleik hér að neðan: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Steingrímsson – 19. ágúst 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Guðjón Steingrímsson. Guðjón er fæddur 19. ágúst 1967 og á því 52 ára afmæli í dag!!! Guðjón var í hinum frábæra ´67 árgangi í Víðisstaðaskóla og er í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Hann á soninn Arnór og dótturina Elísu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Gudjon Steingrimsson · Innilega til hamingju með 52 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Björn Friðþjófsson, 19. ágúst 1942 (77ára), GR (fgj. 13.8); Christy O’ Connor Jr, 19. ágúst 1948 (71 árs); Gordon Brand Jr., f. 19. ágúst 1958 – d. 1. ágúst 2019); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2019 | 07:00

Íslandsbankamótaröðin 2019 (5): Eva María Íslandsmeistari í telpuflokki 15-16 ára

Eva María Gestsdóttir, GKG, sigraði í telpuflokki 15-16 ára á Íslandsmóti unglinga sem fram fór á Leirdalsvelli hjá GKG. Eva María sigraði með ellefu högga mun og var sigur hennar því nokkuð öruggur. María Eir Guðjónsdóttir úr GM varð önnur. Bjarney Ósk Harðardóttir úr GR varð síðan í bronssætinu. Sjá má heildarúrslitin í telpuflokki á Íslandsmótinu í höggleik unglinga 2019 hér að neðan: 1 Eva María Gestsdóttir GKG 8 3 F 25 78 86 74 238 2 María Eir Guðjónsdóttir GM 14 7 F 32 80 87 78 245 T3 Bjarney Ósk Harðardóttir GR 12 6 F 36 82 90 77 249 T3 Nína Margrét Valtýsdóttir GR 9 15 F Lesa meira