Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2019 | 18:00

Trump „að hugsa málið“ hvort hann mæti á Forsetabikarinn í Ástralíu

Framkvæmdastjóri PGA Tour Jay Monahan telur að Donald Trump sé“að hugsa málið” þ.e. að velta fyrir sér hvort hann eigi að ferðast til Ástralíu til þess að vera viðstaddur Forsetabikarinn, sem fer fram á Royal Melbourne í Ástralíu nk. desember.

Monahan, sem spilaði hring með Trump í New Jersey í sl. viku, sagði að Trump ætti boð um að mæta á mótið, sem fara mun fram 12.-15. desember n.k.

Trump var m.a. viðstaddur Forsetabikarinn 2017 Presidents Cup, þegar mótið var haldið á Liberty National í New Jersey. Hann var fyrsti Bandaríkjaforseti í embætti til þess að mæta á mótið frá því að Bill Clinton var viðstaddur keppnina árið 2000 í Virginíu.

Já … mér myndi þykja vænt um að sjá hann þar (í Ástralíu),“ sagði Monahan við fréttamenn fyrr í dag, þ.e. þriðjudagsmorgun á Tour Championship.

Hann veit að hann er með boðskort og hann er að hugsa sig um.“

Hann er með mjög þétta dagskrá; þannig að óvist er hvort hann geti mætt.“

„(En) hann er mjög spenntur fyrir báðum liðum og er stoltur af mótinu, vegna reynslu sinnar af því 2017,“ sagði Monahan loks.

Boð Monahan kemur í kjölfar boðs ástralska forsætisráðherrans Scott Morrison, sem bað Trump um að mæta á Forsetabikarinn þegar þeir snæddu saman í júní sl.

Við það tækifæri var Trump spurður af áströlskum fréttamanni hvort hann myndi koma á Forsetabikarinn og svar Trump var: „Ég vil það gjarnan.