Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2019 | 23:59

Valdís Þóra komst g. niðurskurð m/glæsibrag!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, flaug í gegnum 2. niðurskurðinn með glæsibrag, á 1. stigi úrtökumóts fyrir Symetra Tour og LPGA af þremur. Áður var hún búin að komast í gegnum fyrri niðurskurðinn. Úrtökumótið fer fram dagana 22.-25. ágúst 2019, á 3 völlum: Arnold Palmer og Dinah Shore golfvöllum, Mission Hills golfklúbbsins, í Rancho Mirage, og Faldo vellinum í Shadow Ridge, Kaliforníu. Á morgun, sunnudaginn 25. ágúst, verður lokahringurinn spilaður og þá ræðst hvaða 60 komast á næsta stig úrtökumótsins. Valdís Þóra hefir í mótinu verið með glæsispilamennsku, en hún er á samtals 1 undir pari,  215 höggum           (72 73 70) og er T-36!!! Aðeins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2019 | 22:00

LPGA: Ko og Broch Larsen í forystu á CP

Það eru þær Jin Young Ko frá S-Kóreu og hin danska Nicole Broch Larsen, sem leiða á LPGA móti vikunnar CP Women´s Open. Báðar hafa þær Ko og Broch Larsen spilað á samtals 18 undir pari, hvor. Heimakonan og kanadíska golfstjarnan Brooke Henderson er 2 höggum á eftir, á samtals 16 undir pari. Mótið fer fram dagana 22.-25. ágúst 2019 í Aurora, Kanada og lýkur á morgun. Sjá má stöðuna að öðru leyti á CP Women´s Open með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2019 | 22:00

PGA: 3. hring á Tour Championship frestað v/veðurs

Leik á 3. hring Tour Championship var frestað vegna veðurs þ.e. þrumuveðurs. Það var kl. 16:17 að staðartíma á East Lake eftir að 6 áhorfendur höfðu meiðst vegna þrumuveðursins. Leikurinn var stöðvaður rétt eftir að lokahollið með þeim Justin Thomas og Brooks Koepka innanborðs var að ljúka við 5. holuna. Leik verður fram haldið sunnudaginn 25. ágúst. Sem fyrr er Justin Thomas efstur á samtals 12 undir pari en fast á hæla hans eru þeir Brooks Koepka og Rory McIlroy á samtals 11 undir pari. – Sjá má stöðuna á Tour Championship að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: East Lake. Mynd: PGA Tour

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2019 | 21:00

PGA: Reavie m/ás á Tour Championship

Bandaríski kylfingurinn Chez Reavie fékk ás á 9. braut East Lake þar sem Tour Championship fer fram. Níunda holan er langlengsta par-3 holan á East Lake eða 230 yardar (210 metrar). Reavie var aðeins að reyna að slá á miðju flatar með blendingnum sínum, en það er skynsamlegast, sérstaklega þegar pinninn er fyrir aftan bönker á vinstri hlið flatarinnar. „Ég yfirdrævaði svolítið. Fékk heppnis„bounce“ boltinn fór svolítið til hægri og ég var heppinn hann fór í holu“ sagði Reavie. Tour Championship er það 19. sem fram fer á East Lake en ás Reavie er sá fyrsti á 9. holunni, en holan var lokaholan þar til fyrir 3 árum þegar vellinum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (34)

Einn á ensku: Mark invited his friend Jimmy to play at his new club. Since Jimmy had never played the course before, Mark pointed out the trouble spots and where to aim on the first hole. Jimmy teed up, addressed the ball, took a couple of waggles and took a vicious swing. He hit a foot behind the ball, tore up the tee box and totally missed the ball. Unphased he stepped back, took a couple practice swings and again addressed his ball. This time his swing missed everything. He stepped back from his ball again, looked at Mark and said, “Boy, this is really a tough course!”

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2019 | 18:00

LET Access: Guðrún Brá úr leik

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Íslandsmeistari í höggleik 2019, tók þátt í móti vikunnar á LET Access, en það er Tipsport Czech Ladies Open. Mótið fer fram á Karlstejn vellinum í Tékklandi, dagana 23.-25. ágúst og lýkur því á morgun. Því miður komst Guðrún Brá ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni en hún lék hringi sína tvo á samtals 5 yfir pari (77 72). Niðurskurður var miðaður við samtals 2 yfir pari og því er Guðrún Brá úr leik. Til þess að sjá stöðuna á Tipsport Czech Ladies Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2019 | 17:00

Evróputúrinn: Van Royen leiðir f. lokahring Scandinavian Invitation

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Scandinavian Invitation. Mótið fer fram í Hill Golf & Sports Club í Gautaborg, Svíþjóð, dagana 22.-25. ágúst 2019. Í efsta sæti fyrir lokahringinn er Erik Van Royen frá S-Afríku. Van Royen er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 197 höggum (65 68 64). Þrír kylfingar eru aðeins 1 höggi á eftir Van Royen: Matthew Fitzpatrick frá Englandi; kínverski kylfingurinn Wu Ashun og Wade Ormsby frá Ástralíu. Sjá má stöðuna á Scandinavian Invitation með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 3. dags á Scandinavian Invitation með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Viktor Páll Magnússon – 24. ágúst 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Viktor Páll Magnússon. Viktor Páll er fæddur 24. ágúst 1999 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Viktors Páls hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Viktor Páll Magnússon – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bergljót Davíðsdóttir, 24. ágúst 1953 (66 ára); Sam Torrance, 24. ágúst 1953 (66 ára); Hrafnhildur Sigurðardóttir, 24. ágúst 1957 (62 ára); Svandís Svavarsdóttir 24. ágúst 1964 (55 ára); Gísli Tryggvason, 24. ágúst 1969 (Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!!); Jesús Armando Amaya Contreras, 24. ágúst 1969 (50 ára STÓRAFMÆLI – Innilega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Örn Bergmann —– 23. ágúst 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Örn Bergmann. Örn er fæddur 23. ágúst 1989 og á því 30 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu Arnar til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Örn Bergmann (Innilega til hamingju með 30 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Thomson, 23. ágúst 1929 (90 ára); Skylmingafélag Reykjavíkur 23. ágúst 1948 (71 árs); Guðrún Sesselja Arnardóttir 23. ágúst 1966 (53 ára); Mo Joong-kyung, 23. ágúst 1971 (48 ára frá Suður-Kóreu); Auður Kjartansdóttir, 23. ágúst 1991 (28 ára)….. og …… Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lang —- 22. ágúst 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Brittany Lang. Brittany fæddist í Richmond, Virginia, 22. ágúst 1985 og á því 34 ára afmæli í dag!!! Brittany var í Solheim Cup liði Evrópu 2013 og m.a. aðeins önnur af 2 til þess að vinna leik sinn í tvímenningsleikum sunnudagins f.h. liðs Bandaríkjanna, en Brittany vann leik sinn gegn Azahara Muñoz 2&1. Brittany var jafnframt í Solheim Cup liðum Bandaríkjanna 2015 og 2017. Brittany var 2 ár í háskóla, Duke University og spilaði golf með háskólaliðinu. Hún hætti samt í háskóla og gerðist atvinnumaður í golfi 2005 eftir gott gengi á US Women´s Open þar sem hún náði 2. sætinu (T-2) (sem er næstbesti árangur hennar Lesa meira