Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2019 | 19:00

LPGA: 12 ára stelpa m/ í CP Women´s Open

Michelle Liu var föðmuð af Lydiu Ko og Christinu Kim og hitti nokkrar af fyrirmyndum sínum, sem hún hafði fram til þessa aðeins séð í sjónvarpinu, þ.á.m. kanadísku golfstjörnuna Brooke Henderson og Ariyu Jutanugarn.

Þetta hefir verið ansi sérstök vika fyrir hina 12 ára stelpu (Liu) frá Vancouver og keppnin ekki einu sinni hafin.

Liu er yngsti kylfingur til þess að taka þátt í LPGA mótinu CP Women´s Open, sem fram fer í þessari viku í Magna golfklúbbnum í Aurora, Kanada.

„Ég segi svo sannarlega að „klikkað“ sé gott orð yfir þetta (þátttökuna),“ sagði Liu í dag með breiðu brosi, þar sem glitti í tannspangir hennar.

Liu er ekki einu sinni byrjuð í 8. bekk einkaskólans fyrir stúlkur sem hún er í, Crofton House, í Vancouver, en samt virðist þátttaka hennar í mótinu aðeins eðlileg framvinda á skjótum frama hennar í íþróttinni.

Liu verður 12 ára 9 mánaða og 6 daga þegar hú tíar upp í mótinu 1. keppnisdag og setur þar með nýtt aldurmet fyrir yngsta kylfing til þess að taka þátt í mótinu, en fyrra metið átti Brooke Henderson, sem tók þátt 14 ára.

Það verður gaman að sjá hvernig hinni 12 ára Liu vegnar í keppni við mun eldri og reyndari stúlkur.