Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2019 | 21:00

Landslið karla – og kvenna +50 f. EGA verkefnin

Keppni til landsliðssæta karla og kvenna 50+ sem keppa undir merkjum EGA er lokið.

Samkvæmt reglugerð þá fá fjórir efstu í Öldungamótaröðinni landsliðssæti en afreksstjórar GSÍ velja tvo karla og tvær konur í landsliðshópana.

Landsliðin keppa 3.-8. september, kvennaliðið í Búlgaríu en karlaliðið í Danmörku.

Landslið karla: Tryggvi Valtýr Traustason, Guðmundur Arason, Sigurður Aðalsteinsson, Frans Páll Sigurðsson, Sigurjón Arnarson og Einar Long.

Landslið kvenna: Þórdís Geirsdóttir, María Málfríður Guðnadóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir og Svala Óskarsdóttir.

Í aðalmyndaglugga: Hið sigursæla 50+ kvennalandslið