Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2019 | 07:00

Solheim Cup 2019: Brontë Law

Brontë Law er 24 ára nýliði í Solheim Cup. Og án stigsins sem hún vann fyrir lið sitt, hefði pútt Suzann Pettersen á 18. ekki skipt neinu. Hún var nýliði; óskrifað blað, en naut samt fulls trausts Catrionu Matthew, fyrirliða og Brontë sýndi henni að hún var svo sannarlega traustsins verð. Auðvitað má segja að öll stig hafi skipt máli og engu hafi mátt skeika í leik liðs Evrópu, en í raun voru það næstsíðustu tveir leikir mótsins, sem réðu öllu: Leikur Suzann við Marinu Alex og síðan leikur Brontë, við mun reynslumeiri kylfing, Ally McDonald í bandaríska liðinu. Reynslan skiptir gríðarlega miklu máli og kannski oft meira í Solheim Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2019 | 00:01

PGA: Niemann sigraði á The Greenbrier!

Það var Joaquin Niemann frá Chile, sem stóð uppi sem sigurvegari á „A Military Tribute at the Greenbrier“, 1. PGA Tour móti keppnistímabilsins 2019-2020. Sigur Niemann var sannfærandi en hann lék á samtals 21 undir pari og átti heil 7 högg á þann, sem varð í 2. sæti, Tom Hoge, sem lauk keppni á samtals 15 undir pari. Fjórir kylfingar deildu 3. sætinu: Nýliðinn Richy Werenski, Brian Harman, Harris English og Nate Lashley, allir á samtals 14 undir pari. Sjá má lokastöðuna á „A Military Tribute at the Greenbrier“ með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahringsins á „A Military Tribute at the Greenbrier“ með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karsten Solheim – 15. september 2019

Það er Karsten Solheim, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann var fæddur 15. september 1911 í Bergen, Noregi og hefði orðið 108 ára í dag. Hann lést 16. febrúar 2000. Karsten Solheim er upphafsmaður Solheim bikarsins, sem við hann er kenndur.  Sá hlær eflaust í gröf sinni að bikarinn, sem við hann er kenndur er nú aftur kominn heim til Evrópu og sú sem átti sigurpúttið var landa hans, Suzann Pettersen! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fulton Peter Allem 15. september 1957 (62 ára); Sonja Ingibjörg Einarsdóttir, 15. september 1961 (58 ára), Elfur Logadóttir (48 ára); Kevin Sangwook Na (á kóreönsku: 나상욱 og hanja: 羅相昱), 15. september Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2019 | 16:00

Solheim Cup 2019: Lið Evrópu sigraði 14 1/2 – 13 1/2!!!

Lið Evrópu er sigurvegari í Solheim Cup 2019!!!  Leikar fóru 14 1/2 – 13 1/2. Tvímenningsleikir sunnudagsins á Solheim Cup fóru með eftirfarandi hætti: Carlota Ciganda (lið Evrópu) vann sinn leik gegn Danielle Kang (lið Bandaríkjanna) 1&0. Caroline Hedwall (lið Evrópu) tapaði fyrir Nelly Korda (lið Bandaríkjanna) 2&0. Georgia Hall (lið Evrópu) vann sinn leik gegn Lexi Thompson (lið Bandaríkjanna) 2&1. Celine Boutier (lið Evrópu) vann sinn leik gegn Annie Park (lið Bandaríkjanna) 2&1. Azahara Muñoz (lið Evrópu) tapaði sínum leik fyrir Angel Yin (lið Bandaríkjanna) 2&1. Charlie Hull (lið Evrópu) náði hálfu stigi gegn Meghan Khang (lið Bandaríkjanna). Anne Van Dam (lið Evrópu) tapaði fyrir Lizette Salas (lið Bandaríkjanna) 1&0. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2019 | 15:00

Evróputúrinn: Garcia sigraði á KLM!

Það var Sergio Garcia sem stóð uppi sem sigurvegari á KLM Open, móti vikunnar á Evróputúrnum. Sigurskor Garcia var 18 undir pari, 270 högg (68 67 66 69). Í 2. sæti varð Daninn Nicolai Höjgaard, einu höggi á eftir Garcia. Í þriðja sætinu varð síðan Englendingurinn Matt Wallace á 15 undir pari og landi hans James Morrisson varð í 4. sæti enn öðru höggi á eftir. Sá sem var búinn að vera í forystu allt mótið, Íslandsvinurinn enski Callum Shinkwin varð að láta sér 5. sætið duga, lék á samtals 13 undir pari. Sjá má lokastöðuna á KLM Open með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 4. dags á KLM Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Richy Werenski (26/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2019 | 05:00

Solheim Cup 2019: Spáð í tvímenningana

Tvímenningsleikir sunnudagsins er þegar spenna keppninnar, hvort heldur er í Rydernum eða Solheim Cup nær hámarki. Í ár er allt jafnt í Solheim Cup fyrir tvímenningana, sem leiknir verða í dag. Það eru 24 kylfingar sem mætast, í 12 viðureignum. Bandaríkjamönnum nægir sigur í 6 leikjum til þess að halda bikarnum í Bandaríkjunum.  Þeim nægir jafnvel að halda jöfnu í öllum leikjum. Þá yrði staðan 14-14… og Solheim bikarinn fer aftur til Bandaríkjanna. Það er þetta hálfa stig, sem liðsmenn Catrionu verða að ná í til þess að sigra. Von flestra í Evrópu er að staðan verði 14 1/2 g. 13 1/2 eða jafnvel meiri munur.  En í ár verður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2019 | 01:00

PGA: Niemann leiðir e. 3. dag

Það er Joaquin Niemann frá Chile sem leiðir eftir 3. dag „A Military Tribute at the Greenbrier“, opnunarmóti PGA Tour, keppnistímabilið 2019-2020. Niemann er búinn að spila á samtals 15 undir pari. Þrír kylfingar deila 2. sætinu, 2 höggum á eftir Niemann; þ.e. Richy Werenski, Robby Shelton og Nate Lashley, allir á samtals 13 undir pari, hver. Werenski og Shelton eru nýliðar á PGA, meðan Niemann og Lashley eru 1 árs leikmenn á PGA; þ.e. spiluðu 2018 á PGA Tour. Sjá má stöðuna á „A Military Tribute at the Greenbrier“ að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 3. dags á „A Military Tribute at the Greenbrier“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2019 | 00:01

Evróputúrinn: Sergio og Shinkwin efstir

Það eru spænski kylfingurinn Sergio Garcia og enski kylfingurinn og „Íslandsvinurinn“ Callum Shinkwin, sem eru efstir og jafnir á móti vikunnar á Evróputúrnum, KLM Open fyrir lokahringinn. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 15 undir pari. Í 3. sæti, 2 höggum á eftir á samtals 13 undir pari er danski kylfingurinn Nicolai Højgaard og í 4. sæti á samtals 12 undir pari er enski kylfingurinn James Morrisson. Sjá má stöðuna að öðru leyti á KLM Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 3. dags með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2019 | 21:22

LET Access: Guðrún Brá varð í 40. sæti í Englandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lauk keppni T-40 á á WPGA International Challenge, sem var mót vikunnar á LET Access. Guðrún Brá lék samtals á 8 yfir pari, 224 höggum (73 74 77). Í dag átti Guðrún Brá hring upp á 5 yfir pari, 77 höggum og við það fór hún eitthvað niður skortöfluna. Sigurvegari í mótinu varð franska stúlkan Manon de Roey, en hún lék á samtals 6 undir pari, 210 höggum (69 69 72). Sjá má lokastöðuna á WPGA International Challenge með því að SMELLA HÉR: