Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2019 | 15:00

Evróputúrinn: Garcia sigraði á KLM!

Það var Sergio Garcia sem stóð uppi sem sigurvegari á KLM Open, móti vikunnar á Evróputúrnum.

Sigurskor Garcia var 18 undir pari, 270 högg (68 67 66 69).

Í 2. sæti varð Daninn Nicolai Höjgaard, einu höggi á eftir Garcia.

Í þriðja sætinu varð síðan Englendingurinn Matt Wallace á 15 undir pari og landi hans James Morrisson varð í 4. sæti enn öðru höggi á eftir.

Sá sem var búinn að vera í forystu allt mótið, Íslandsvinurinn enski Callum Shinkwin varð að láta sér 5. sætið duga, lék á samtals 13 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á KLM Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 4. dags á KLM Open með því að SMELLA HÉR:  (bætt við þegar myndskeiðið er til)