Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Richy Werenski (26/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.

Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Scottie Scheffler, með 2935 stig.

Síðan verða kynntir þeir 25 sem komust á PGA Tour gegnum Korn Ferry Tour Finals.

Í dag verður tekið forskot á sæluna og aðeins farið út fyrir rétta röð í andstöðu við ofangreint – kynntur til sögunnar verður sá kylfingur, sem rétt slapp inn á PGA Tor í gegnum Korn Ferry Tour Finals og varð í 25. sæti þar með 186 stig.  í Ástæða þess að dansað er út úr réttri röð með að kynna „nýju strákana“ er að Richy Werenski er þegar farinn að láta að sér kveða á PGA Tour og er í forystu fyrir lokahringinn á móti vikunnar á PGA Tour, A Military Tribute at the Greenbrier. Frábært er að sjá þá nýju slá í gegn þegar í fyrsta mótinu!!!

Richard (Richy) Raymond Werenski fæddist 22. desember 1991 í Springfield, Massachusetts og er því 27 ára.

Hann ólst upp við hliðina á The Orchards golfklúbbnum í South Hadley, Massachusetts.

Richy var í Heritage Academy í Hilton Head Island, Suður-Karólínu.

Richy er úr mikilli golffjölskyldu í Bandaríkjunum. Faðir hans Michael Werenski var á PGA Tour. Bróðir Richy, Mickeyspilaði með  Texas A&M golfliðinu.

Ein fyrsta golfminning Richy er að hafa farið til Orlando, Flórída, þar sem hann tók þátt í „Drive, Chip & Putt“ national lokakeppninni í aldursflokknum 10-12 ára.

Ef hann væri ekki kylfingur myndi hann vera í bankamálum.

Fyrir utan golfið spilaði Richy fótbolta og körfubolta þegar hann var að alast upp.

Hann er alltaf með blýant frá Augusta National í golfpokanum sínum.

Góðgerðarmál sem hann styður er The First Tee.

Richy sigraði í raunveruleikaseríunni „Big Break The Palm Beaches,“ á Golf Channel 2015.

Hann lék í bandaríska háskólagolfinu með liði Georgia Tech og útskrifaðist þaðan 2014 með gráðu í viðskiptafræði (ens. business management).

Helstu áhugamál fyrir utan golfið eru veiðar og að drullubílast (ens.: dirt biking).

Richy hefir spilað á undanförum Korn Ferry Tour frá árinu 2015 og sigraði 2016 í BMW Charity Pro-Am Presented by SYNNEX Corporation.

Næsta keppnistímabili 2017-2018 keppti hann á PGA Tour í fyrsta sinn, en hélt ekki korti sínu, en er nú aftur kominn tilbaka með stæl og er í efsta sæti í fyrsta mótinu „A Military Tribute at the Greenbrier“ eins og áður segir.