Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2019 | 21:22

LET Access: Guðrún Brá varð í 40. sæti í Englandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lauk keppni T-40 á á WPGA International Challenge, sem var mót vikunnar á LET Access.

Guðrún Brá lék samtals á 8 yfir pari, 224 höggum (73 74 77).

Í dag átti Guðrún Brá hring upp á 5 yfir pari, 77 höggum og við það fór hún eitthvað niður skortöfluna.

Sigurvegari í mótinu varð franska stúlkan Manon de Roey, en hún lék á samtals 6 undir pari, 210 höggum (69 69 72).

Sjá má lokastöðuna á WPGA International Challenge með því að SMELLA HÉR: