11/09/2019. Ladies European Tour 2019. The Solheim Cup, PGA Centenary Course, Gleneagles Hotel, Scotland. 13-15 September 2019. Teams USA and Europe during the official photo call. Credit: Tristan Jones
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2019 | 05:00

Solheim Cup 2019: Spáð í tvímenningana

Tvímenningsleikir sunnudagsins er þegar spenna keppninnar, hvort heldur er í Rydernum eða Solheim Cup nær hámarki.

Í ár er allt jafnt í Solheim Cup fyrir tvímenningana, sem leiknir verða í dag.

Það eru 24 kylfingar sem mætast, í 12 viðureignum.

Bandaríkjamönnum nægir sigur í 6 leikjum til þess að halda bikarnum í Bandaríkjunum.  Þeim nægir jafnvel að halda jöfnu í öllum leikjum. Þá yrði staðan 14-14… og Solheim bikarinn fer aftur til Bandaríkjanna. Það er þetta hálfa stig, sem liðsmenn Catrionu verða að ná í til þess að sigra. Von flestra í Evrópu er að staðan verði 14 1/2 g. 13 1/2 eða jafnvel meiri munur.  En í ár verður að segjast að það sé býsna erfið brekka.

En allt kapp verður lagt á að Solheim Cup komi aftur til Evrópu eftir 6 ára fjarveru!

Þessir kylfingar mætast:

1. leikur Danielle Kang (lið Bandaríkjanna) g. Carlotu Ciganda (lið Evrópu).

Carlota lék í upphafsleiknum og þær Brontë Law náðu hálfu stigi gegn þeim Morgan Pressel og Marinu Alex. Danielle Kang lék í fyrsta leik sínum e.h. á föstudeginum í betri bolta með Lizette Salas og tapaði fyrir þeim Petterson/Van Dam. Í betri boltanum eftir hádegið á föstudeginum skildi Carlota aftur jöfn ásamt nýliðanum Brontë Law gegn reynsluboltunum Jessicu Korda og Lexi Thompson. Fyrir hádegið á laugardeginum tapaði Kang hins vegar ásamt Megan Khang gegn þeim Hull/Muñoz og Carlota enn pöruð með nýliðanum Brontë Law tapaði stórt fyrir systradúóinu Korda 6&5. Loks vann Kang ásamt Lizette Salas leik sinn gegn þeim Carlottu Ciganda og Azahöru Muñoz 2&1 eftir hádegið á laugardeginum. Á þessu stigi var Carlota búin að spila alla 4 leikina í fjórmenningi og betri bolta meðan Kang hafði hvílt einn leik. Í 3 leikjanna var Carlota líka búin að vera með nýliðanum Law. Árangur Carlotu í 4 leikjum er því 1-2-1  meðan árangur Kang í þremur leikjum er 1-0-2. Árangur Carlotu er betri en Kang og í tvímenningnum nýtur Kang þess ekki að hafa Salas með sér, en þær tvær unnu Carlotu og Azahöru. Hér er kjörið tækifæri fyrir Carlotu að hefna ófaranna frá því laugardaginn e.h. Golf 1 telur Carlotu sterkari aðilann hér og spáir Evrópu sigri í þessum leik, sem mikilvægur er til að setja tóninn.

 

2. leikur Nelly Korda (lið Bandaríkjanna) g. Caroline Hedwall (lið Evrópu). Hér mætast nýliði og Solheim Cup stjarna. Íslandsvinurinn Hedwall tekur þennan leik!

 

3. leikur Lexi Thompson (lið Bandaríkjanna) g. Georgiu Hall (lið Evrópu). Árangur Lexi í þessu Solheim Cup móti er 0-2-1 meðan árangur Georgiu er 3-0-0.  Lexi vantar sigur og ekki ólíklegt að Bandaríkjamenn nái einu stigi hér … eða allt fellur á jöfnu ef Hall er heppin.

 

4. leikur Annie Park (lið Bandaríkjanna) g. Celine Boutier (lið Evrópu). Park hefir aðeins fengið að spila 2 leiki til þess og hefir unnið einn og tapað einum; árangur hennar 1-0-1.  Boutier hins vegar hefir sigrað í öllum 3 leikjum sem hún hefir fengið að spila í 3-0-0 og er árangur hennar klárlega betri en Park. Telja verður Boutier betri aðilann hér og hérna gæti Evrópa fengið stig.

 

5. leikur Angel Yin (lið Bandaríkjanna) g. Azahöru Muñoz (lið Evrópu). Muñoz tekur þennan leik!

 

6. leikur Megan Khang (lið Bandaríkjanna) g. Charlie Hull (lið Evrópu). Hull er sterkari aðilinn, vann Khang m.a. f.h. á föstudeginum og e.h. á laugardeginum ásamt Azahöru Muñoz. Árangur Hull 2-1-0 og hún fékk að hvíla e.h. á laugardeginum og mætir baneitruð til leiks. Árangur Khang í mótinu er  0-0-2, hefir tapað í báðum leikjum gegn Hull.

 

7. leikur Lizette Salas (lið Bandaríkjanna) g. Anne Van Dam (lið Evrópu). Hér telur Golf 1 að Salas muni taka leikinn – í besta falli fellur á jöfnu. Reynslan (Salas) mætir nýliðanum (Van Dam). Árangur nýliðans (Van Dam) er hins vegar sá sami 1-0-2 og árangur Salas í þessu Solheim Cup fram til þessa. Kannski fellur á jöfnu hér.

 

8. leikur Jessica Korda (lið Bandaríkjanna) g. Caroline Masson (lið Evrópu). Hér telur Golf 1 Jessicu Korda sterkari aðilann og stigið fer til Bandaríkjanna. Árangur Jessicu Korda í þessu Solheim Cup móti flottur 2-1-0. Árangur Masson til samanburðar er 0-1-1.

 

9. leikur Brittany Altomare (lið Bandaríkjanna) g. Jodi Ewart Shadoff (lið Evrópu). Hér gæti fallið á jöfnu. Árangur Altomare í mótinu til þessa er 1-1-1 en Ewart Shadoff 0-1-1.

 

10. leikur Marina Alex (lið Bandaríkjanna) g. Suzann Pettersen (lið Evrópu). Reynsluboltinn í Solheim Cup, Suzann Pettersen tekur þennan leik.

 

11. leikur Leikur nýliðanna í Solheim Cup Ally McDonald (lið Bandaríkjanna) g. Brontë Law (lið Evrópu). McDonald kom í stað Stacy Lewis sem meiddist í baki og hefir 4 ára reynslu á bandaríska LPGA, þar sem hún hefir verið nokkuð stöðug. Golf 1 er ekki frá því að McDonald sé sterkari en Law og taki stig hér.

 

12. leikur Morgan Pressel (lið Bandaríkjanna) g. Önnu Nordqvist (lið Evrópu). Skemmtileg lokapörun. Báðar agressívar keppnismanneskjur og ómögulegt að velja milli þeirra. Þessi leikur gæti farið allaveganna. Pressel sigrar – það er jafnt – Nordqvist vinnur. Allt mögulegt. Byggist samt nokkuð á því hvernig staðan er fram til þessa, þá gæti önnur hvor farið í gang. Þetta eru kylfingarnir sem fyrirliðarnir treysta fyrir pressunni undir lokin. Ef allt gengur eftir í spá Golf 1 er Evrópa á þessu stigi komið með 6 1/2 stig og gæti Anna því settlað á að allt falli á jöfnu milli hennar og Pressel og vonandi skiptir engu máli þegar hér er komið sögu hvernig málin þróast – lið Evrópu búið að sigra með 14 1/2 stigi g. 13 1/2 stigi liðs Bandaríkjanna.

Fylgjast má með tvímenningunum á skortöflu með því að SMELLA HÉR: