Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2019 | 00:01

PGA: Niemann sigraði á The Greenbrier!

Það var Joaquin Niemann frá Chile, sem stóð uppi sem sigurvegari á „A Military Tribute at the Greenbrier“, 1. PGA Tour móti keppnistímabilsins 2019-2020.

Sigur Niemann var sannfærandi en hann lék á samtals 21 undir pari og átti heil 7 högg á þann, sem varð í 2. sæti, Tom Hoge, sem lauk keppni á samtals 15 undir pari.

Fjórir kylfingar deildu 3. sætinu: Nýliðinn Richy Werenski, Brian Harman, Harris English og Nate Lashley, allir á samtals 14 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á „A Military Tribute at the Greenbrier“ með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta lokahringsins á „A Military Tribute at the Greenbrier“ með því að SMELLA HÉR: