Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2019 | 00:01

Evróputúrinn: Sergio og Shinkwin efstir

Það eru spænski kylfingurinn Sergio Garcia og enski kylfingurinn og „Íslandsvinurinn“ Callum Shinkwin, sem eru efstir og jafnir á móti vikunnar á Evróputúrnum, KLM Open fyrir lokahringinn.

Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 15 undir pari.

Í 3. sæti, 2 höggum á eftir á samtals 13 undir pari er danski kylfingurinn Nicolai Højgaard og í 4. sæti á samtals 12 undir pari er enski kylfingurinn James Morrisson.

Sjá má stöðuna að öðru leyti á KLM Open með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 3. dags með því að SMELLA HÉR: