Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2019 | 22:00

NGL: Haraldur lauk keppni T-16 – Guðmundur T-22 og Axel T-27 í Danmörku

Þrír íslenskir kylfingar: Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR, tóki þátt í móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni þ.e. Race to Himmerland.

Spilað var á tveimur golfvöllum Himmerland golfstaðarins: Backtee (sem er par-73) og Garia (par-70)

Haraldur Franklín lék bestu íslensku kylfinganna á samtals 4 undir pari, 212 höggum (67 69 76) og varð T-16.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 3 undir pari 213 höggum (64 72 77) og varð T-22.

Axel lék enn öðru höggi á eftir á samtals 2 undir pari, 214 höggum og varð T-27.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: