Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2019 | 23:59

LPGA: Knight vann á heimavelli

Það var Cheyenne Knight, sem vann sinn 1. sigur á LPGA á Volunteers of America Classic á heimavelli í Texas.

Cheyenne Knight faðmar kylfusvein sinn að sér eftir sigurinn á The Colony

Mótið fór fram á The Colony, 3.-6. október og lauk því í dag.

Sigurskor Knight var 18 undir pari, 266 högg (66 – 67 – 67 – 66).

Eftir sigurinn tileinkaði Knight sigurinn látnum bróður sínum, Brandon.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Cheyenne Knight með því að SMELLA HÉR: 

Sigurtékki Knight var $195.000 (uþb. 24 milljónir íslenskra króna).

Í 2. sæti urðu Solheim Cup kylfingurinn Brittany Altomare og Jaye Marie Green, báðar á samtals 16 undir pari, hvor.

Sjá má lokaskorið á Volunteers of America með því að SMELLA HÉR: