Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2019 | 18:00

LET Access: Guðrún Brá og Berglind luku keppni í Frakklandi

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tóku þátt í móti vikunnar á LET Access, sem er Road To La Largue Final 2019, en þetta er lokamótið á mótaröðinni.

Mótið fer fram dagana 4.-6. október 2019 í Golf Club de LaLargue í Mooslargue, Frakklandi og lýkur því í dag

Guðrún Brá lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum (75 72 72) og lauk keppni T-19.

Berglind lék á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (76 78 74) og lauk keppni T-50.

Sigurvegari mótsins varð hin finnska Niina Liias, eftir bráðabana við Magdalenu Simmermacher frá Argentínu, en báðar voru þær á samtals 6 undir pari, eftir 54 holur mótsins. Liias sigraði með fugli í bráðabananum.

Sjá má lokastöðuna á La Largue mótinu með því að SMELLA HÉR: