Afmæliskylfingur dagsins: Bubba Watson —– 5. nóvember 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Bubba Watson. Bubba er fæddur 5. nóvember 1978 og á því 41 árs afmæli í dag!!! Hér má sjá eldri kynningu Golf 1 á bandaríska kylfingnum Bubba Watson SMELLIÐ HÉR: Aðrir frægir kylfingar eru: Jón Vilberg Guðjónsson, 5. nóvember 1962 (57 ára); Marco Crespi, 5. nóvember 1978 (41 árs); Valþór Andreasson, 5. nóvember 1980 (39 ára); Einar Haukur Óskarsson, 5. nóvember 1982 (37 ára) … og … Helga Braga Jonsdottir Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Afmæliskylfingur dagsins: Aðalheiður Laufey Aðalsteinsdóttir – 4. nóvember 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Aðalheiður L. Aðalsteinsdóttir. Aðalheiður er fædd 4. nóvember 1964 og á því afmæli í dag! Hún er frá Húsavík og mikill kylfingur. Aðalheiður er gift og á 3 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Aðalheiður L Aðalsteinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Seve Benson, 4. nóvember 1986 (33 ára) …. og …… Snyrti Og Nuddstofan Paradís (38 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið Lesa meira
PGA: Todd sigraði á Bermuda!
Það var Brendon Todd sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour, Bermuda Championship, sem fram fór 31. október – 3. nóvember og lauk í gær. Mótið er ekki það sterkasta því flestir helstu kylfingar heims voru í Shanghaí í Kína á HSBC heimsmótinu. Sjá má nýlega kynningu Golf 1 á nýliðanum Todd með því að SMELLA HÉR: Sigurskor Todd var samtals 24 undir pari, 260 högg (68 63 67 62) og átti hann heil 4 högg á næsta kylfing, Harry Higgs, sem varð í 2. sæti. Sjá má lokastöðuna á Bermuda Championship með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Nelly Korda sigraði í Tapei!!!
Það var önnur Korda systirin, Nelly Korda, sem sigraði í Taiwan Swinging Skirts LPGA presented by CTBC. Sigurinn kom eftir bráðabana við þær Caroline Masson frá Þýskalandi og hina áströlsku Minjee Lee, en allar léku þær þrjár 72 hefðbundnar holur á 18 undir pari. Fyrir sigurinn hlaut Korda $330,000 (u.þ.b. 37 milljónir króna). Mi Jung Hur, Sei Young Kim og Brooke Henderson deildu 4. sætinu á samtals 14 undir pari, hver. Sjá má lokastöðuna á Taiwan Swinging Skirts LPGA presented by CTBC með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Hlynur & félagar luku keppni í 13. sæti á Hawaii
Hlynur Bergsson GKG og félagar í North Texas háskóla tóku þátt í Ka´anapali Collegiate Classic mótinu, sem fram fór í Lahina á Hawaii, 1.-3. nóvember og lauk í gær. Hlynur varð líkt og hinn Íslendingurinn í mótinu, Birgir Björn Magnússon, GK, T-89 í einstaklingskeppninni á samtals 8 yfir pari, 221 högg (76 75 70) og líkt og Birgir Björn, lék Hlynur sífellt betur í mótinu. Lið North Texas varð í 13. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Ka´anapali Collegiate Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: Þetta er síðasta mót á haustönn hjá North Texas en liðið keppnir næst í móti 27. janúar 2020 í Kaliforníu. Í aðalmyndaglugga: Hlynur eða Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn & félagar luku keppni í 17. sæti á Hawaii
University of Southern Illinois (SIU), lið þeirra Birgis Björns Magnússonar GK og Vikars Jónassonar, GK tók þátt í Ka’anapali Collegiate Classic mótinu, sem fram fór á Lahina á Hawaii, dagana 1.-3. nóvember og lauk í gær. Þátttakendur voru 118 frá 20 háskólum. Birgir Björn tók þátt í mótinu og varð T-89 í einstaklingskeppninni á 8 yfir pari, 221 höggi (78 74 69) og var lokahringurinn hjá Birgi Birni sérlega glæsilegur, en hann var leikinn á 2 undir pari, 69 höggum!!! Birgir Björn var á 2.-3. besta skori Southern Illinois. Lið SIU lauk keppni í 17. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Ka’anapali Collegiate Classic með því að SMELLA HÉR: Mótið Lesa meira
WGC: Rory sigraði!!!
Það var Rory McIlroy, sem stóð uppi sem sigurvegari á HSBC heimsmótinu. Mótið fór fram 31. október – 3. nóvember 2019 í Shanghai, Kína. Rory sigraði á 1. holu bráðabana við Xander Schauffele, en báðir voru jafnir á 19 undir pari, eftir hefðbundinn 72 holu leik. Rory vann með fugli meðan Xander tapaði með pari á 18. holunni, sem var spiluð aftur. Sjá má lokastöðuna á HSBC heimsmótinu með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahringsins á HSBC heimsmótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhannes Ármannsson – 3. nóvember 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Jóhannes Ármannsson. Jóhannes er fæddur 3. nóvember 1969 og er því 50 ára stórafmæli í dag. Hann er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness. Jóhannes er kvæntur og á einn son, Davíð Ólaf. Sjá má skemmtilegt eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum með daginn hér að neðan: Jóhannes Ármannsson – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sue Daniels, áströlsk, 3. nóvember 1958 (61 árs); Michael Paul Springer, 3. nóvember 1965 (54 ára); Hk Konfekt (44 ára) Guðbjörg Þorsteinsd, 3. nóvember 1979 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2020: Matthew NeSmith (50/50)
Eins og á undanförnum árum hefir Golf 1 kynnt „Nýju strákana“ á PGA Tour. Kynntir hafa verið „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Eins hafa verið kynntir allir 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals, en aðeins á eftir að kynna þann sem sigraði á Lesa meira
Golfgrín á laugardegi 2019 (44)
Einn á ensku: A duffer hits a wicked slice off the tee that ricocheted through the trees and onto the next fairway, narrowly missing another golfer. When he got to his ball, he was greeted by the unintentional target, who angrily told him of the near-miss. “I’m very sorry,” the errant golfer said, “I didn’t have time to holler ‘fore!’” “That’s funny” the man replied. “You had plenty of time to holler ‘Damn it, John, you are such a sh*tty golfer!’”










