Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Matthew NeSmith (50/50)

Eins og á undanförnum árum hefir Golf 1 kynnt „Nýju strákana“ á PGA Tour. Kynntir hafa verið „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.

Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Eins hafa verið kynntir allir 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals, en aðeins á eftir að kynna þann sem sigraði á Korn Ferry Finals

Sá sem varð í 1. sæti á Korn Ferry Tour Finals var Matthew NeSmith, sem var með 1018 stig.

Matthew NeSmith fæddist í N-Augusta í S-Karólínu 1994 og er því 25 ára. Hann ólst úpp í N-August. Frá 8 ára aldri fylgdist NeSmith með Masters á hverju ári þar til hann fór í háskóla. Fyrsta Masters minningin er að taka mynd af Bernhard Langer.

Bróðir hans er blaðamaður í New York City, sem tekur myndir fyrir Vogue.

NeSmith býr í Columbía, S-Karólínu.

Hann bað kærustu sinnar Abigail á 18. flöt á Harbour Town Golf Links í mars 2018. Abigail er í hestamennsku og í liði sem keppir f.h. S-Karólínu.

NeSmith hefir gefið sig að því að smíða hjól í jólagjöf, fyrir fjölskyldur sem þarfnast þeirra.

Hann elskar að fylgjast með því þegar strákar eru ráðnir í bandarísk fótboltalið (football recruiting).

NeSmith spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu með háskólaliði S-Karólínu.

Hann sigraði á Albertsons Boise Open presented by Kraft Nabisco á Korn Ferry Tour og það er ástæðan að hann spilar á mótaröð þeirra bestu keppnistímabilið 2019-2020.