Afmæliskylfingur dagsins: Karítas Sigurvinsdóttir – 2. nóvember 2019
Afmæliskyfingur dagsins er Karitas Sigurvinsdóttir, Karitas er fædd 2. nóvember 1963. Hún er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Karitas hefir tekið þátt í fjölda golfmóta og staðið sig með ágætum. Hún er gift og á tvær dætur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Karitas Sigurvinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Isette Pearson; f. 2. nóvember 1861 – d. 25. maí 1941; Dave Stockton, 2. nóvember 1941 (78 ára) ….. og …… Anna Katrín Sverrisdóttir (28 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2020: Tom Lewis (49/50)
Eins og á undanförnum árum hefir Golf 1 kynnt „Nýju strákana“ á PGA Tour. Kynntir hafa verið „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Eins hafa verið kynntir allir 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals, nema 2 efstu og verður sá sem varð í 2. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gary Player –——– 1. nóvember 2019
Afmæliskylfingur dagsins er ein af golfgoðsögnunum 3, Gary Player. Hinar eru auðvitað Arnold Palmer og Jack Nicklaus, sem ekki eiga afmæli í dag! Gary Player fæddist 1. nóvember 1935 í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og er því 84 ára afmæli í dag. Gary sigraði 9 sinnum í risamótum á ferli sínum sem atvinnumaður í golfi: Masters: 1961, 1974, 1978 Opna bandaríska: 1965 Opna breska: 1959, 1968, 1974 PGA Championship: 1962, 1972. Þessir 9 sigrar ásamt 9 sigrum hans á risamótum Champions Tour gera það að verkum að hann er álitinn einn af yfirburðakylfingum í sögu golfsins. Gary Player var tekinn í frægðarhöll kylfinga (World Golf Hall of Fame) árið 1974. Gary Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2020: Brandon Hagy (48/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Eins hafa verið kynntir allir 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals, nema 3 efstu og verða þeir kynntir nú í dag Lesa meira
LET: Spennandi lokakafli framundan hjá Valdísi Þóru
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, á eftir að keppa á tveimur mótum á þessu tímabili á LET Evrópumótaröðinni. Í lok nóvember, 28.-1. desember fer fram mót á Spáni, Andalucia Costa del Sol, á Aloha vellinum og lokamót tímabilsins á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki fer síðan fram 5.-8. desember í Afríkuríkinu Kenía. Mótin á Spáni og í Afríku verða 15. og 16. mótið á LET Evrópumótaröðinni hjá Valdísi Þóru á þessu tímabili. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á 8 mótum af alls 14. Besti árangur hennar er 5. sætið á þessu tímabili. Valdís Þóra er sem stendur í 82. sæti stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Hún er í Lesa meira
WGC: Fitz í forystu e. 2. dag
Það er enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick (oft nefndur Fitz), sem er í forystu á HSBC heimsmótinu. Hann er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (66 67). Á hæla hans er Rory McIlroy á samtals 10 undi pari, 134 höggum (67 67) en það var örn á 11. stundu (nánar tiltekið 18. holu), sem kom Rory í 2. sætið – Sjá má örn Rory með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á HSBC heimsmótinu að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta á HSBC heimsmótinu með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Hur leiðir í hálfleik
Það er Mi Jung Hur frá S-Kóreu, sem leiðir í hálfleik Swinging Skirts LPGA mótsins, sem fram fer Tapei, dagana 31. október – 3. nóvember 2019. Hur er búin að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (66 66). Í 2. sæti er Nelly Korda, aðeins 1 höggi á eftir. Sjá má stöðuna á Swinging Skirt að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. hrings á Swingin Skirts með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Hafsteinn Svanberg Sigurðarson —– 31. október 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Hafsteinn Svanberg Sigurðarson. Hafsteinn er fæddur 31. október 1999 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Hafsteinn Svanberg Sigurðarson (20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rives McBee, 31. október 1938 (81 árs); Guðjon Stefansson, 31. október 1947 (72 ára); Toru Nakamura (中村 通Nakamura Tōru) 31. október 1950 (69 ára); Snæbjørn Bjornsson Birnir, 31. október 1953 (66 ára); Alda Kolbrún Haraldsdóttir, 31. október 1960 (59 ára); Mardan Mamat, 31. október 1967 frá Singapore (52 ára); Krisztina Batta, 31. október 1968 (51 Lesa meira
GKG í 2. sæti á EM klúbbliða
EM klúbbliða í karlaflokki (ens: European Men’s Club Trophy) fór fram á Golf du Médoc golfstaðnum í Frakklandi, dagana 24.-26. október sl. Þátttakendur voru 25 sveitir evrópskra golfklúbba. Vegna veðurs var mótið stytt í tveggja hringja mót. Þátttakandi frá Íslandi var karlasveit GKG skipuð þeim Aroni Snæ Júlíussyni og bræðrunum Ragnari Má og Sigurði Arnari Garðarssonum. Aron Snær lék best GKG-inganna og varð í 5. sæti af liðsmönnum á samtals 1 undir pari (69 72); Ragnar Már varð í 12. sæti á samtals pari (75 67) og Sigurður Arnar varð í 42. sætinu á 11 yfir pari (74 79). Sveit GKG landaði 2. sætinu, sem er besti árangur íslensks liðs í Lesa meira
Refsing Kim milduð í 1 ár!
Kóreanski kylfingurinn, Bio Kim, fékk 3 ára brottvikningu sína af kóreanska PGA mildaða í 1 árs brotvikningu skv. suður-kóreönsku fréttastofunni Yonhap News Agency. Engu að síður verður Kim að gegna 120 klst samfélagsþjónustu og borga 8350 dollara sekt (rúmlega 1 milljón ísk) til þess að snúa aftur á kóreanska KPGA. Kim fékk 3 ára brottvikningu fyrir að gefa áhorfanda fingurinn þegar sími áhorfandans hringdi í baksveiflu Kim á DGB Financial Group Volvik Daegu Gyeongbuk Open nú í haust. Þetta var á 16. holu lokahrings mótsins og Kim var með 1 höggs forystu og sigraði síðan í mótinu. Sigurinn var 2. sigur Kim á tímabilinu. Tveimur dögum eftir atvikið hélt Kim blaðamannafund Lesa meira










