Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn & félagar luku keppni í 17. sæti á Hawaii

University of Southern Illinois (SIU), lið þeirra Birgis Björns Magnússonar GK og Vikars Jónassonar, GK tók þátt í Ka’anapali Collegiate Classic mótinu, sem fram fór á Lahina á Hawaii, dagana 1.-3. nóvember og lauk í gær.

Þátttakendur voru 118 frá 20 háskólum.

Birgir Björn tók þátt í mótinu og varð T-89 í einstaklingskeppninni á 8 yfir pari, 221 höggi (78 74 69) og var lokahringurinn hjá Birgi Birni sérlega glæsilegur, en hann var leikinn á 2 undir pari, 69 höggum!!!

Birgir Björn var á 2.-3. besta skori Southern Illinois.

Lið SIU lauk keppni í 17. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Ka’anapali Collegiate Classic með því að SMELLA HÉR: 

Mótið var lokamót haustannar en næst mæta SIUSalukis, lið Southern Illinois, til leiks í móti 22. febrúar 2020 og þá í Flórída.

Í aðalmyndaglugga: Birgir Björn (2. f.v.) ásamt félögum í sólsetrinu á Hawaii.