Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2019 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Hlynur & félagar luku keppni í 13. sæti á Hawaii

Hlynur Bergsson GKG og félagar í North Texas háskóla tóku þátt í Ka´anapali Collegiate Classic mótinu, sem fram fór í Lahina á Hawaii, 1.-3. nóvember og lauk í gær.

Hlynur varð líkt og hinn Íslendingurinn í mótinu, Birgir Björn Magnússon, GK,  T-89 í einstaklingskeppninni á samtals 8 yfir pari, 221 högg (76 75 70) og líkt og Birgir Björn, lék Hlynur sífellt betur í mótinu.

Lið North Texas varð í 13. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Ka´anapali Collegiate Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Þetta er síðasta mót á haustönn hjá North Texas en liðið keppnir næst í móti 27. janúar 2020 í Kaliforníu.

Í aðalmyndaglugga: Hlynur eða Lenny eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum er 3. f.h.