Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2019 | 09:00

PGA: Todd sigraði á Bermuda!

Það var Brendon Todd sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour, Bermuda Championship, sem fram fór 31. október – 3. nóvember og lauk í gær.

Mótið er ekki það sterkasta því flestir helstu kylfingar heims voru í Shanghaí í Kína á HSBC heimsmótinu.

Sjá má nýlega kynningu Golf 1 á nýliðanum Todd með því að SMELLA HÉR: 

Sigurskor Todd var samtals 24 undir pari, 260 högg (68 63 67 62) og átti hann heil 4 högg á næsta kylfing, Harry Higgs, sem varð í 2. sæti.

Sjá má lokastöðuna á Bermuda Championship með því að SMELLA HÉR: