Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2019 | 18:00

WGC: Rory sigraði!!!

Það var Rory McIlroy, sem stóð uppi sem sigurvegari á HSBC heimsmótinu.

Mótið fór fram 31. október – 3. nóvember 2019 í Shanghai, Kína.

Rory sigraði á 1. holu bráðabana við Xander Schauffele, en báðir voru jafnir á 19 undir pari, eftir hefðbundinn 72 holu leik. Rory vann með fugli meðan Xander tapaði með pari á 18. holunni, sem var spiluð aftur.

Sjá má lokastöðuna á HSBC heimsmótinu með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta lokahringsins á HSBC heimsmótinu með því að SMELLA HÉR: