PGA: „Næstumþví-örn“ Scheffler – myndskeið
Scottie Scheffler átti glæsihögg á 2. hring The American Express mótinu, sem er mót vikunnar á bandarísku PGA mótaröðinni. Þetta var aðhögg Scheffler á par-4 9. holunni á Nicklaus keppnisvellinum í La Quinta – Ótrúlega flott!!! Scheffler fékk síðan fugl á holuna. Hann fór þó ekki arnarlaus af velli því hann var áður búinn að fá örn á par-5. 7. holunni á hringnum, sem hann spilaði á 8 undir pari, 64 glæsihöggum. Hann fékk 7 aðra fugla og hefði getað lokið hringnum á 10 undir og verið einn í forystu en fékk tvöfaldan skolla á 18. holu! Svona er golfið stundum!!! Svona „næstum því“. Sjá má myndskeið af „næstumþví-erni“ Scheffler á Lesa meira
Evróputúrinn: Laporta leiðir e. 2. dag í Abu Dhabi
Það er ítalski kylfingurinn Francesco Laporta sem er efstur á Abu Dhabi HSBC Championship í hálfleik. Hann er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 134 glæsihöggum (71 63). Aðeins 1 höggi á eftir honum eru Rafa Cabrera Bello og Matthew Fitzpatrick. Síðan deila Sergio Garcia, forystumaður 1. dags Renato Paratore og kínverski kylfingurinn Haotong Li, 4. sætinu á samtals 8 undir pari, hver. Sjá má stöðuna á Abu Dahbi HSBC Championship með því að SMELLA HÉR:
Úrtökumót f. LET 2020: Berglind úr leik
Í dag var skorið niður á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröð kvenna, ens.: Ladies European Tour (skammst. LET). Það var 131 keppandi sem hóf keppni en aðeins 61 kylfingur, sem fær að spila 4. og síðasta hringinn á morgun. Berglind Björnsdóttir, GR, lék 3. og síðasta hring sinn í úrtökumótinu á 80 höggum. Samtals lék hún á 23 yfir pari, 240 höggum (81 79 80) og varð T-109 … og er því miður úr leik Í efsta sæti í 1. stigs úrtökumótinu er skoski kylfingurinn Alison Muirhead, en hún hefir spilað á samtals 9 undir pari, 206 höggum (74 68 64). Sjá má stöðuna í úrtökumótinu fyrir LET eftir 3. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jimmy Powell ——- 17. janúar 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Jimmy Powell. Powell er fæddur 17. janúar 1935 og á því 85 ára stórafmæli í dag. Powell fæddist í Dallas, Texas og spilaði 4 ár í bandaríska háskólagolfinu með golfliði North Texas State University. Hann gerðist atvinnumaður 1959 og á 8. áratug síðustu aldar var hann golfkennari á Stevens Park golfvellinum í Dallas. Hátindur ferils hans var á Öldungamótaröð PGA þar sem hann vann 4 titla. Besti árangur Powell í risamóti var að vera jafn öðrum í 33. sæti á PGA Championship risamótinu 1975. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmælí í dag eru: Olin Dutra, f. 17. janúar 1901 – d. 5. maí 1983; Unnur Pétursdóttir, 17. Lesa meira
Asíutúrinn: Janewattananond efstur í hálfleik á Singapore Open
Það er thaílenski kylfingurinn Jazz Janewattananond, sem tekið hefir forystuna í hálfleik Singapore Open, sem er hluti af Asíutúrnum. Það er líka Jazz sem á titil að verja á Singapore Open. Sjá má eldri „Jazz“-kynningu á Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Jazz hefir samtals spilað á 10 undir pari, 132 höggum (67 65) á Singpore Open í ár. Nokkrir þekktir kylfingar taka þátt í mótinu m.a. Matt Kuchar og Justin Rose (sem deila 4. sætinu í mótinu á samtals 8 undir pari, hvor) og Henrik Stenson (sem er T-23 á samtals 2 undir pari.) Sjá má stöðuna á Singpore Open eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR: Lesa meira
Blair O´Neal tekur þátt í LPGA móti komin 6 mánuði á leið
Bandaríski kylfingurinn, Blair O´Neal, hefir á undanförnum árum oftsinnis verið ofarlega á listum yfir kynþokkafyllstu kvenkylfinga og oftar en ekki hefir hún þótt kynþokkafyllst. Má t.a.m. sjá myndskeið af henni fyrir 4 árum síðan í seríunni „Most beautiful women in Golf“ með því að SMELLA HÉR: Nú er hún komin 6 mánuði á leið og eiga hún og eiginmaður hennar Jeff Keiser (sem hún giftist 2013) von á fyrsta barni sínu í apríl n.k., um það leyti sem Masters risamótið fer fram. Hún hefir þegar upplýst um að þau eigi von á syni. Það kemur samt ekki í veg fyrir að Blair tekur þátt í LPGA mótinu Diamond Resorts Tournament Lesa meira
PGA: Fowler meðal efstu á The American Express e. 1. dag
The American Express er mót vikunnar á PGA Tour. Mótið fer fram dagana 16.-19. janúar 2020 í La Quinta, Kaliforníu. Efstir og jafnir eftir 1. dag eru þeir Zac Blair og Grayson Murray frá Bandaríkjunum, báðir á 8 undir pari, 64 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir eru 3 kylfingar: Rickie Fowler, Hank Lebioda og Scottie Scheffler. Sjá má stöðuna á The American Express eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á The American Express með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Fylgist með Abu Dhabi HSBC HÉR:
Mót vikunnar á Evróputúrnum er Abu Dhabi HSBC Championship. Mótið fer fram dagana 16.-19. janúar 2020 í Abu Dhabi golfklúbbnum í Sameinuðu Furstadæmunum. Eftir 1. dag voru ítalski kylfingurinn Renato Paratore og Shaun Norris frá S-Afríku í forystu; en báðir léku 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum. Nr. 1 á heimslistanum Brooks Koepka og Jason Scrivener frá Ástralíu deildu síðan 3. sæti – báðir á 66 höggum, 2 höggum á eftir forystumönnunum. Annar hringur er hafinn og má fylgjast með stöðunni á Abu Dhabi HSBC Championship með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Nr. 1 á heimslistanum, Brooks Koepka, í Abu Dhabi.
PGA: Einhentur kylfingur fékk ás!
Laurent Hurtubise er með einn og hálfan handlegg þ.e. hægri handleggurinn endar við olnbogann og hann fæddist svona … en hann hefir spilað golf frá 11 ára aldri. Hann tekur nú þátt í pro-am hluta The American Express, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Og viti menn …. Hurtubise fór holu í höggi!!! Ásinn kom á 151 yarda 4. holu PGA West Stadium Course. Þrefaldur PGA Tour sigurvegarinn Troy Merritt, var spilafélagi Hurtubise í pro-am hluta mótsins og hann var jafnvel enn hrifnari af afrekinu en Hutubise. „Þetta er svalasta upplifun mín á golfvellinum,“ sagði Merritt. Annar PGA Tour sigurvegari, Greg Chalmers, sem einnig er örvhentur eins og Hurtubise var Lesa meira
Úrtökumót LET 2020: Berglind hálfnuð á 1. stiginu
Berglind Björnsdóttir, GR, hefir lokið við fyrri helming 1. stigs úrtökumótinu. Sem stendur er hún í 111. sæti eftir að hafa spilað á 16 yfir pari, 160 höggum (81 79). Spilað er á Norður- og Suðurvöllum La Manga golfsvæðisins á Spáni. Efst í hálfleik er sænski kylfingurinn Emelie Borggren, sem spilað hefir á samtals 5 undir pari, 139 höggum (67 72). Sjá má stöðuna á 1. stigs úrtökumóti LET þegar það er hálfnað með því að SMELLA HÉR:










