Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2020 | 10:00

Blair O´Neal tekur þátt í LPGA móti komin 6 mánuði á leið

Bandaríski kylfingurinn, Blair O´Neal, hefir á undanförnum árum oftsinnis verið ofarlega á listum yfir kynþokkafyllstu kvenkylfinga og oftar en ekki hefir hún þótt kynþokkafyllst.

Má t.a.m. sjá myndskeið af henni fyrir 4 árum síðan í seríunni „Most beautiful women in Golf“ með því að SMELLA HÉR: 

Nú er hún komin 6 mánuði á leið og eiga hún og eiginmaður hennar Jeff Keiser (sem hún giftist 2013) von á fyrsta barni sínu í apríl n.k., um það leyti sem Masters risamótið fer fram. Hún hefir þegar upplýst um að þau eigi von á syni.

Hjónakornin Blair O´Neal og Jeff Keiser

Það kemur samt ekki í veg fyrir að Blair tekur þátt í LPGA mótinu Diamond Resorts Tournament of Champions, komin 6 mánuði á leið, þ.e. sérstöku LPGA móti sem fram fer samhliða mótinu, sem einvörðungu sigurvegarar úr mótum LPGA 2019 eiga þátttökurétt á.

Í þessu sérstaka móti eiga einvörðungu þekktir og frægir kylfingar þátttökurétt á, en þeim tilheyrir Blair. Hún lék 1. hring á 74 höggum og er T-13 eftir 1. dag, af þeim 49, sem þátt taka, sem er frábært hjá henni! Sérstaklega í ljósi þess að hún er eini kvenþátttakandinn í þessu móti frægra kylfinga, sem fram fer samhliða LPGA mótinu!

Blair O´Neal er fædd 14. maí 1981 og því 38 ára.

Diamond Resorts Tournament of Champions fer fram á Tranquilo golfvellinum, á Four Seasons golfstaðnum í Orlando, Flórída þessa dagana þ.e. 16.-19. janúar 2020.

Sjá má myndskeið frá CNN þar sem Blair er að slá komin 6 mánuði á leið SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má stöðuna hjá frægum kylfingum í Diamond Resorts Tournament of Champions með því að SMELLA HÉR: