Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2020 | 07:30

PGA: Fowler meðal efstu á The American Express e. 1. dag

The American Express er mót vikunnar á PGA Tour.

Mótið fer fram dagana 16.-19. janúar 2020 í La Quinta, Kaliforníu.

Efstir og jafnir eftir 1. dag eru þeir Zac Blair og Grayson Murray frá Bandaríkjunum, báðir á 8 undir pari, 64 höggum.

Aðeins 1 höggi á eftir eru 3 kylfingar: Rickie Fowler, Hank Lebioda og Scottie Scheffler.

Sjá má stöðuna á The American Express eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 1. dags á The American Express með því að SMELLA HÉR: