Berglind Björnsdóttir, The Golf Club of Reykjavík, competing for UNCG. Photo: UNCG
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2020 | 17:00

Úrtökumót f. LET 2020: Berglind úr leik

Í dag var skorið niður á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröð kvenna, ens.: Ladies European Tour (skammst. LET).

Það var 131 keppandi sem hóf keppni en aðeins 61 kylfingur, sem fær að spila 4. og síðasta hringinn á morgun.

Berglind Björnsdóttir, GR, lék 3. og síðasta hring sinn í úrtökumótinu á 80 höggum.

Samtals lék hún á 23 yfir pari, 240 höggum (81 79 80) og varð T-109 … og er því miður úr leik

Í efsta sæti í 1. stigs úrtökumótinu er skoski kylfingurinn Alison Muirhead, en hún hefir spilað á samtals 9 undir pari, 206 höggum (74 68 64).

Sjá má stöðuna í úrtökumótinu fyrir LET eftir 3. dag með því að SMELLA HÉR: