Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2020 | 07:00

Evróputúrinn: Fylgist með Abu Dhabi HSBC HÉR:

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Abu Dhabi HSBC Championship.

Mótið fer fram dagana 16.-19. janúar 2020 í Abu Dhabi golfklúbbnum í Sameinuðu Furstadæmunum.

Eftir 1. dag voru ítalski kylfingurinn Renato Paratore og Shaun Norris frá S-Afríku í forystu; en báðir léku 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum.

Nr. 1 á heimslistanum Brooks Koepka og Jason Scrivener frá Ástralíu deildu síðan 3. sæti – báðir á 66 höggum, 2 höggum á eftir forystumönnunum.

Annar hringur er hafinn og má fylgjast með stöðunni á Abu Dhabi HSBC Championship með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Nr. 1 á heimslistanum, Brooks Koepka, í Abu Dhabi.